Hlaupaæfing 8 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Það eina sem þú getur stjórnað þegar þú ert orðin meðvituð um aðstæður þínar er hvaða hugarfar þú ætlar að tileinka þér. Farðu í allar aðstæður meðvitað og veldu hugarfar sem vinnur með þér. Þú kemst í gegnum allt en allt en hugarfarið mun skera um hvort það verður erfiðara en það þarf að vera eða nákvæmlega eins og það er."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er sprett æfing. Þú ætlar að hlaupa tvennskonar spretti og sex í heildina. Fjóra 600m spretti með 60 sek hvíld á milli og síðan tvo 800m spretti með 90 sek hvíld á milli. Passaðu að sprengja þig ekki í fyrstu sprettunum, þú vilt ná að halda sama hraða alla sprettina. Segjum að hraðinn 13 er sprett hraði en 15 væri max sprettur haltu þér þá í 13 þannig þú náir að klára 600mx4 og 800mx2.  Byrjaðu æfinguna á upphitunaræfingu og rólegu tempói í 2-4 mín. Kláraðu sprettina og endaðu síðan í 1-2 mín rólegu skokki. Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Endaðu á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Byrjaðu á þægilegu tempói (röskleg ganga/skokk) í 2-3 mín

2. 4x 600m sprettir - 60 sek hvíld á milli spretta

3. 2x 800m sprettir - 90 sek hvíld á milli spretta

4. Niðurlag - 1-2 mín rólegt skokk

Teygjuæfing

Back to blog