Hlaupaæfing 9 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Allt er nákvæmlega eins og því er ætlað að vera. Ekki óska þess að aðstæður séu neitt öðruvísi þótt svo að þú eigir allan rétt á því en þá tekur það frá þér núverandi stund í þínu lífi. Lífið er ein vegferð og við fáum ákveðin spil í hendurnar. Taktu því nákvæmlega eins og það bera sig, mættu þessum tilfinningum, mættu mótlætinu, mættu erfiðleikunum og komdu þér í gegnum þá - sama hvað það tekur langan tíma."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er tempó æfing og endar í sprettum. Þú ætlar að hlaupa 5-7 km á þægilegum hraða og enda síðan í þremur sprettum í lokin. Hafðu þessa spretti "max" spretti. Ekki pæla í vegalengdinni, taktu sprett til þess að fá smá loka útrás. Byrjaðu æfinguna á upphitunaræfingu og rösklegri göngu í 1-2 mín. Kláraðu upp í 5-7 km (eftir dagsformi), kláraðu þrjá spretti og endaðu síðan í 1-2 mín rólegu skokki. Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Endaðu á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Byrjaðu á rösklegri göngu í 1-2 mín

2. Hlaupu 5-7 km þægilegt tempó

3. Taktu 3 max spretti með þá hvíld sem þú þarft á milli.

4. Niðurlag - 1-2 mín rólegt skokk

Teygjuæfing

Back to blog