Hlaupatest

Hlaup eru í fyrsta lagi tímabær 3-6 mánuðum eftir fæðingu. Það er mikilvægt að grindarbotn, grind og aðrir vöðvar og liðir eru tilbúnir fyrir hlaupin. Þvagleki og verkir í hlaupum ættu ekki að teljast eðlileg og er hægt að styrkja sig með æfingum til þess að undirbúa sig betur. Það getur alltaf verið skynsamlegt að leita sér faglega aðstoð ef um verki er að ræða. 


Æfingar í styrkar- og þolplönum undirbúa þig smám saman fyrir hlaupin en gott er að byggja sig hægt og rólega upp í styrktar- og þolæfingum og hoppum. Þá eru meiri líkur á að þú náir að hlaupa án vandkvæða. Áður en þú fylgir hlaupaplaninu skaltu taka þetta hlaupatest. Ef þú getur fylgt hlaupatestinu án vandkvæða (færð enga verki, þvagleka, þyngsl eða önnur óþægindi í grindarbotn) ættir þú að vera tilbúin að fara á hlaupaæfingu.

Hlaupatest inniheldur: 

1. 20x hopp á hægri og 20x hopp á vinstri 

2. 20x hnébeygja á hægri og 20x hnébeygja á vinstri 

 3. 20x mjaðmalyfta á hægri og 20x mjaðmalyfta á vinstri 

4. 60 sek skokk 

 Hlutstu á myndbandið að neðan fyrir meiri fræðslu og útskýringu

Back to blog