Hugræn æfing - vika 1

Upplýsingar um æfingu dagins

Æfingin í dag er tvískipt. Annars vegar hugræn æfing og hinsvegar grindarbotns/kviðæfing.

Tæki/tól: Löng æfingateygja  

Æfing 1: Hugræn æfing

Reyndu að tileinka þér hugarfarið “einn dagur í einu”

Svefn barns getur stundum verið óútreiknanlegur og getur “rútínan” (ef það er einhver) breyst mjög ört. Með því að tileinka þér að taka einn dag í einu gætir þú sparað þér mikið hugarangur. 

Reyndu að venja þig á að skipuleggja daginn. Skrifaðu niður á blað eða í símann (það sem hentar) hvað þú ert að fara gera í dag (eða vilt ná að gera) og ef dagurinn verður góður nærðu að gera X af 'listanum þínum', ef ekki þá bíður það þangað til á morgun eða þegar þér gefst tækifæri. Gerðu þetta fyrir hvern dag þannig að þú æfir þig að hugsa aðeins út í verkefni dagsins í dag.

Reyndu að taka eftir þegar þú ferð að hafa áhyggjur af einhverju sem á eftir að gerast eða einhverju sem er liðið og taktu þá eitt skref til baka, minntu þig á einn dag í einu því við getum aðeins haft áhrif á hluti sem gerast akkúrat núna.

Til þess að þessi hugsunarháttur verði að vana og fer í undirmeðvitundina skaltu skrifa Einn dagur í einu á til dæmis miða og geyma á náttborðinu, inná baðherbergi, í forstofunni eða annarsstaðar þannig að þú sért sífellt að minna þig á það. 

Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing

Tæki/tól: Löng æfingateygja

3x í gegn:

  1.  10x  sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju  
  2. 60 sek köttur kú

1x í gegn:

  1. 30-60 sek teygja á brjóstvöðva, hægri
  2. 30-60 sek teygja á brjóstvöðva, vinstri

Myndbönd

Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju

Aftur í æfingu

Köttur kú

Aftur í æfingu

Teygja á brjóstvöðva

Aftur í æfingu