Hugræn æfing 3

Hvíldardagsæfing

Gerðu markmiðin þín skrifleg. Haltu áfram að skrifa hjá þér í dagbók og tileinka þér einn dag í einu.

Skrifaðu hjá þér markmiðin þín (gæti verið fremst eða aftast í dagbókinni þinni - svipuðum stað og þú skrifaðir “Einn dagur í einu”) eða á sér blaði sem þú geymir á náttborðinu.

Til þess að komast að markmiðinu þínu skaltu prófa að fyglja eftirfarandi:

  1. Hugsaðu hvað það er sem þig hefur alltaf langað, eitthvað sem þú ert spennt fyrir/hræðir þig/gefur þig fiðring í magann. Það gæti verið að komast í ákveðnar buxur eða hlaupa ákveðna vegalengd, lyfta ákveðnri þyngd.
  2. Þegar þú hefur það í huga skrifaðu það niður.
  3. Næst skaltu hugsa hvað er raunhæfur tími til þess að ná þessu markmiði án þess að setja óþarfa pressu. Það gæti verið 1 ár, 2 ár, 5 ár eða jafnvel lengur. Skrifaðu það niður hvað þú þarft langan tíma til þess að ná þessu markmiði.
  4. Næst skaltu endurskrifa lið tvö og þrjú þannig að það sé sett fram eins og það sé búið að gerast í dag. T.d. ‘Ég hljóp heilt maraþon 15. ágúst 2020.’ eða ‘Ég passa í svörtu gallabuxurnar 12. nóvember 2020’. Lestu síðan yfir þessa setningu á hverjum degi eða kvöldi t.d. þegar þú vaknar og/eða áður en þú ferð að sofa og reyndu að tengja það við tilfinningu, t.d. að vera stolt af sjálfri þér. Þú hefur vonandi upplifað það að vera stolt af sjálfri þér einhverntímann á ævinni, hugsaðu út í það atvik og þegar þú upplifðir stolt, lestu yfir setninguna (markmiðið) og "heilaþvoðu" þig þangað til þú trúir því.
  5. Næsta skref er síðan að skrifa hjá þér eða hugsa hvað það er sem þú getur gert í dag sem kemur þér skrefinu nær því. Síðan þegar það skref er búið, þá helduru áfram með næsta.