Hugræn æfing 4 framhald

Hvíldardagsæfing

Haltu áfram að tileinka þér 5 sekúndu regluna, lesa yfir markmið, skrifa í dagbók og venja þig á að taka einn dag í einu.

5 sekúndu reglan

Þegar þú finnur að þú nennir ekki einhverju eða ert að efast um þig teldu þá frá 5 niður í 1 og stökktu af stað eða þá breyttu hugsunarhættinum.

Markmið

Lestu yfir markmiðið og "heilaþvoðu þig" þangað til þú virkilega trúir því að þú munir geta þetta. Áttaðu þig á því hvað þú getur gert í dag til að koma þér skrefinu nær markmiðinu.

Skrifa dagbók

Haltu áfram að skrifa niður í dagbók á kvöldin, skrifaðu hvað gekk vel yfir daginn og sjáðu fyrir þér morgun daginn.

Einn dagur í einu

Vendu þig á að taka einn dag í einu, minntu þig á þetta daglega.