Hugræn æfing 4

Hugaræfing

Tileinka þér 5 sekúndu regluna.

Tileinkaðu þér 5 sekúndu reglu Mel Robbins. Hana má finna í stuttu máli hér frá mínútu 19 https://www.youtube.com/watch?v=Lp7E973zozc (mæli með að horfa á allt myndbandið en allavega frá mínútu 19). 

Skrifaðu fremst eða aftast í dagbókina þína (þar sem markmiðið þitt er) 5 SEK REGLAN til þess að minna þig á hana.

Þegar þú finnur að þú nennir ekki einhverju eða ert að efast um þig teldu þá frá 5 niður í 1 og stökktu af stað eða þá breyttu hugsunarhættinum.

Hér er dæmi um þessa reglu: Segjum að þú færð hugmynd að einhverju og nokkrum sekúndum seinna er hugmyndin allt í einu orðin “heimskuleg” eða eitthvað í þeim dúr þá hefur “heilinn þinn” eða hugsanir þínar talað þig frá þessari hugmynd af því að heilinn er í raun að reyna að passa uppá þig (sem er gott, en það nær okkur ekki langt í lífinu). Þegar upp koma svona aðstæður og þú áttar þig á því að hugmyndin varð allt í einu “fáránleg” þá þarftu að telja 5...4...3.....2.....1 og stökkva afstað. Segjum t.d. að þú hafir fengið hugdettu að senda einhverjum einhverjum skilaboð, síðan tekur við hugsanaflóðið sem er yfirleitt að segja að það sé heimskulegt eða hvað ef þú færð nei þá er bara betra að sleppa því. Þegar þú áttar þig á þessu teldu þá 5.....4....3....2....1 skrifaðu skilaboðið, getur lesið það yfir og talið þá aftur frá 5...4...3...2..1 og ýttu síðan á send. Þótt svo að þú fáir nei eða ekki svarið sem þú vildir fá að þá er það bara þannig en þú eykur þennan vilja og þor að stökkva á hlutina og einn daginn mun það skila sér.

Annað dæmi: Segjum að þú ert alltaf að fresta einhverju, heilinn/hugsanir ná að tala þig til að bíða með eitthvað, ná að réttlæta það á einhvern hátt. Þegar þú áttar þig á að þú ert ekki að nenna einhverju þá þarftu að telja 5...4...3...2...1 og stökkva afstað og drífa það af sem þú nenntir ekki. Segjum t.d. að þú nennir ekki að brjóta saman þvottinn. Hugsanirnar gætu verið á fulli, “æj ég geri þetta bara á eftir”, “það má alveg bíða”, .... síðan verða hugsanirnar stundum neikvæðar því lengur sem maður bíður “hvað er málið með þig, þú getur ekki einu sinni brotið saman þvottinn”, “vá hvað þú ert löt”..... Þegar þú áttar þig á þessum hugsunum sem eru bundnar við einhverja athöfn sem þú nennir ekki er komið að því að telja 5....4....3...2...1 og stökkva afstað og drífa því af. Með því að gera þetta muntu spara þér svo mikinn tíma, eiga miklu meiri orku og vera ánægð með sjálfan þig - þú munt hætta að mikla hlutunm fyrir þér því það er lítið sem ekkert sem hangir yfir þér.

 

Back to blog