Hugræn æfing 6

Hugræn æfing

Núvitund. Æfðu þig að vera í “núinu”, daglega.

Hvað er núið?

Það er þegar þú áttar þig á stundinni sem er akkúrat núna. Þegar þú áttar þig á því að þú getur ekki breytt neinu sem er liðið og veist ekkert hvað mun gerast í framtíðinni. Þú getur dregið minningar inn í núið (ánægjulegar og óánægjulegar) en þegar þú hugsar um liðna hluti ertu að hugsa um þá í “núinu”, í þessari stund sem er akkúrat núna. Þegar þú hugsar um framtíðina ertu að hugsa um hana í “núinu”.

Hvernig getur þú æft þig?

Æfðu þig að vera þakklát, sjáðu hlutina sem eru fyrir framan þig, reyndu að meta það sem þú átt, það sem þú hefur skapað, reyndu að kunna að meta súrefnið, skýin, grasið, nágranna þína, húsgögnin þín, matinn sem þú ert að borða, æfinguna sem þú ert að taka og leyfðu huganum síðan bara að flakka og fylgstu með honum, talaðu jafnvel við hann. Ekki banna neinni hugsun því hún er akkúrat þar sem hún á að vera, ef þér líkar ekki við hugsunina ímyndaðu þér þá að þú fleygir henni í burtu (ef hún kemur aftur, fleygðu henni þá aftur í burtu). Þú gætir gert þetta í 2 mín eða 20 mín.

Á kvöldin þegar þú skrifar í dagbók gætir þú tekið svona núvitundaræfingu eða á morgnann þegar þú vaknar áður en þú ferð á fætur. Skrifaðu fremst eða aftast í dagbókina þína (þar sem markmiðið þitt er) NÚVITUNDARÆFING til þess að minna þig á hana.

Back to blog