Líkamsbeiting í hlaupum

Líkamsbeitingin er mismunandi eftir því hvort þú gengur, skokkar, hleypur eða sprettur. Hafðu þessa lýsingu í huga eftir hraða. 

Ganga

Skokk

Hlaup  

Sprettur  

Myndbönd

Ganga

Þegar þú gengur, hugsaðu að það sé einhver að draga þig upp frá höfðinu með spotta – þannig nærðu hryggnum beinum. Rúllaðu síðan öxlum í hálfan hring aftur og haltu öxlum niður frá eyrum. Labbaðu með hönd á móti fæti og lentu með hæl í jörðu þannig að þú stígur upp frá tám. Hugsaðu að þú sért létt/ur á fæti og virkjaðu rassvöðva með hverju skrefi (getur hugsað að þú spennir rassvöðvann í hvert skipti sem þú lyftir þeim fæti frá gólfi). - Vertu síðan slök/slakur í kvið og baki. Andaðu djúpt. Taktu nokkur skref í hverri öndun þannig að þú nýtir lungun og finndu þinn takt þannig að þú pælir ekki of mikið í því.

Skokk

Rúllaðu öxlum aftur og haltu þeim niður frá eyrum, brjóstkassinn er nokkuð opinn þannig að herðablöð fara í átt að hvort öðru (þannig nærðu að halda efra baki beinu). Hakan er upp frá bringu. Skokkaðu þannig að þú lendir aðeins inn á miðjum fæti og lyftu þér síðan frá jörðu á sama stað og þú lendir (nokkurn veginn eins og þú sért að hoppa fram í hverju skrefi). Reyndu að ná minni skrefum heldur en stórum (ekki of litlum samt). Á meðan að þú skokkar spenniru kviðinn aðeins (ekki of mikið) þannig að þú finnur að þú virkir vöðvana. Hendur eru í 90 gráðum og hreyfast aðeins með í hverju skrefi. Andaðu djúpt. Taktu nokkur skref í hverri öndun þannig að þú nýtir lungun og finndu þinn takt þannig að þú pælir ekki of mikið í því. 

Hlaup

Hakan helst uppi frá bringu, axlir eru niður frá eyrum. Þegar þú hleypur lendir þú framarlega á fætinu (rétt fyrir neðan táberg). Þú ýtir þér síðan upp frá tábergi þegar þú ferð í næsta skref. Reyndu að ná hæfilegum skrefum (ekki of stórum og ekki of litlum). Hendur eru í 90 gráðum og fylgja með hverju skrefi, notfærðu þér styrkinn í höndunum til þess að halda góðum hraða. Reyndu að anda djúpt þannig að þú tekur nokkur skref í hverri inn og út öndun og nýtir þannig lungun. Finndu þinn takt þannig að þú pælir ekki of mikið í því. Ef þú getur reyndu að anda inn um nefið og út um munninn. Spenntu kviðinn í hverju skrefi, kviðurinn helst nokkuð spenntur allan tímann en slaknar þó aðeina á milli skrefa og með önduninni.

Sprettur

Brjóstkassi fer upp, hakan vísar upp frá brjóstkassa, axlir haldast niðri og kviðurinn helst spenntur allan tímann. Hendur eru í 90 gráðum og fylgja með hratt í hverju skrefi. Notfærðu þér styrkinn í höndunum til þess að ná að sprengja enn meira áfram og ná enn meiri hraða. Þú bæði lendir og ýtir þér upp frá tám/tábergi og notar styrkinn í læris og rassvöðvanum eins mikið og þú getur til þess að ná sem mestum hraða og sprengikraft. Einbeittu þér á að ná stórum skrefum og klára þig alveg í sprettinum. Bryjaðu á því að reyna að anda djúpt en endar síðan í að anda mjög stutt. Smelltu hér til að sjá myndband

Back to blog