Líkamsbeitingin er mismunandi eftir því hvort þú gengur, skokkar, hleypur eða sprettur. Hafðu þessa lýsingu í huga eftir hraða.
Myndbönd
Ganga
Í göngu ættir þú að geta haft báðar hendur á kerrunni og ef þú ert með hlaupakerru
að hafa dekkið að framan ólæst (þannig að það er hreyfanlegt). Passaðu að halda
öxlum niður frá eyrum og að hugsa að einhver sé að draga þig upp frá höfði með
spotta (þannig nærðu að rétta vel úr þér). Líkaminn ætti að vera nálægt kerrunni þannig að hendur eru í 90 gráðum (eru aðeins
bognari þegar þú labbar upp brekku og aðeins beinni þegar þú labbar niður brekku). Lentu með hæl í jörðu þannig að þú stígur upp frá tám. Hugsaðu að þú sért létt á fæti
og virkjaðu rassvöðva með hverju skrefi (getur hugsað að þú spennir rassvöðvana í
hvert skipti sem þú lyftir þeim fæti frá jörðu). Vertu síðan slök í kvið og baki. Andaðu djúpt. Taktu nokkur skref í hverri öndun þannig að þú nýtir lungun og finndu
þinn takt þannig að þú pælir ekki of mikið í því.
Skokk, hlaup, sprettir
Ef þú ætlar að skokka, hlaupa og/eða spretta með kerru er mikilvægt að þú eigir
kerru sem er ætluð til þess. Barnið verður að vera spennt og dekkið sem er að framan
verður að vera læst til þess að tryggja öryggi barnsins. Þegar þú eykur hraðann er best að halda með annari hendi í kerruna og vera með
hina lausa þannig að hún sveiflist með líkamanum þegar þú skokkar/hleypur/sprettir.
Vertu þó alltaf með báðar hendur á kerrunni þegar þú þarft að taka einhverjar
beygjur, ferð niður brekkur, yfir götur eða í öðrum aðstæðum sem gætu skapað
hættu. Hendur eru í 90 gráðum og líkaminn er nálægt kerrunni (hendur eru aðeins bognari
þegar þú ferð upp brekku og aðeins beinni þegar þú ferð niður brekku). Skiptu síðan reglulega um hendi þannig að þú fáir hreyfingu á brjóstbakið á
einhverjum tímapunkti (efra bakinu). Þegar hlaupið er með kerru er aldrei hægt að ná jöfnum hraða og án kerrunar.
Kviðvöðvar rétt spennast og slakna með hverju skrefi (hugsaðu að þú sert að virkja þá
frekar en að reyna á þá). Lentu á fætinum rétt undir tábergi og á táberginu. Andaðu djúpt. Taktu nokkur skref í hverri öndun þannig að þú nýtir lungun og finndu
þinn takt þannig að þú pælir ekki of mikið í því.