Líkamsstaðan Góð líkamsstaða er grundvöllurinn að því að ná aftur upp grunnstyrk eftir fæðingu.
Á meðgöngunni hliðrast þyngdarpunkturinn til og þurfum við að kenna líkamanum að beita sér rétt eftir fæðingu.
Á meðan þú ert að vinna með grunnstyrk skaltu koma þér í og úr liggjandi stöðuna eins og þú værir komin 40 vikur á leið (sjá myndband).
Í standandi stöðu skaltu "lengja úr þér", halda öxlum niður frá eyrum og aðeins aftur, rifbein og mjaðmabein í beinni línu og laus hné (sjá myndband).
Þegar við göngum hugsaðu út í líkamsstöðun og heildina - stíga frá hælum upp á tær og virkja rassvöðva (sjá myndband). Þegar þú keyrir kerru reynir þú að miða við að hafa hendur í 90 gráðum (sjá myndband).
Þegar þú beygir þig niður skaltu venja þig á að koma upp á tærnar þannig að þú sért ekki að reyna á mjóbakið (sjá myndband).
Í sitjandi stöðu lengjum við úr okkur og hugsum út í það sama og í standandi stöðu (sjá myndband).
Þegar við höldum á bílstól reynir þú að halda á bílstólnum fyrir framan þig og jöfn þyngd á mjaðmir (sjá myndband).
Þegar þú skiptir á barninu reyndu að huga að því að hendur eru í 90 gráðum og hryggur þ.a.l beinn. Þegar þú þrífur, leyfðu líkamanum að fylgja með (sjá myndband).