Meðgöngu - Líkamsstaðan fræðsla

Góð líkamsstaða er grundvöllurinn að því að viðhalda styrk á meðgöngu og vera fyrr að ná þér eftir fæðingu. 

Á meðgöngunni hliðrast þyngdarpunkturinn til með stækkandi kvið og þurfum við að hafa fyrir því að kenna líkamanum að beita sér rétt.

Þegar líður á meðgöngu skaltu koma þér í og úr liggjandi stöðuna með því að koma þér fyrir á hlið eða nýta þér efri líkama styrk (sjá myndband). 

Í standandi stöðu skaltu "lengja úr þér", halda öxlum niður frá eyrum og aðeins aftur, hugsa rifbein og mjaðmabein í beinni línu og laus hné (sjá myndband). 

Þegar þú gengur hugsaðu út í líkamsstöðun og heildina - stíga frá hælum upp á tær og virkja rassvöðva (sjá myndband). 

Þegar þú beygir þig niður skaltu venja þig á að koma upp á tærnar þannig að þú sért ekki að reyna á mjóbakið (sjá myndband). 

Í sitjandi stöðu lengjum við úr okkur og hugsum út í það sama og í standandi stöðu (sjá myndband). 

Nánar í myndbandinu

Back to blog