Hvatning dagsins
You got this! Alltaf - alla daga. Þér líður kannski ekki alltaf eins og þú sért "með'etta" og sérð það kannski ekki alltaf sjálf en þú ert með þetta. Það er bara til ein þú og það er enginn sem getur gert hlutina eins og þú. Hlúðu að þér í dag, settu möntru í gang "Ég er með þetta... ég er með þetta... ég er með þetta..."
Upplýsingar um æfingu dagins
Þú færð eina æfingu í dag sem tekur um 20-25 mín að gera. Henni er ætlað að vinna með grunnstyrk í grindarbotns- og kviðvöðvum, styrkja mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu með mismunandi teygjum.
Tæki/tól fyrir æfingu dagsins: Löng æfingateygja, jóga bolti/stóll, dýna, lítil æfingateygja.
ATH: Ef þú finnur til í einhverri æfingu skaltu sleppa henni.
Æfing 1
Tæki/tól: Löng æfingateygja, jóga bolti/stóll, dýna.
1x í gegn:
- 1. 60 sek sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
- 2. 60 sek fram og aftur með teygju (eða teygja á brjóstkassa ef þú ert laus í öxlunum)
- 3. 30 sek hafmeyjuteygja, hægri
- 4. 15-30 sek hafmeyjuteygja, vinstri
- 5. 60 sek köttur kú
- 6. 30 sek barnið á framhandlegg
- 7. 60 sek hundurinn og liðka kálfa
- 8. 30 sek barnið
- 9. 5x hryggvinda og þræða nálina (haltu í nálinni eins leng og þú þarft), hægri
- 10. 5x hryggvinda og þræða nálina (haltu í nálinni eins leng og þú þarft), vinstri
- 11. 60 sek teygja á brjóstvöðva
Æfing 2
Tæki/tól: Lítil æfingateygja, dýna.
3x í gegn:
- 1. 10x hnébeygja og tosa teygju í sundur (grindarbotns/kviðæfing)
- 2. 20x mjaðmalyfta
- 3. 20x halda í liggjandi mjaðmalyftu + hné í sundur
- 4. 30-60 sek hvíld
Æfing 3
Tæki/tól: Dýna.
1x í gegn:
- 1. 30 sek teygja á rass/mjöðm, hægri
-
2. 30 sek
teygja á rass og mjöðm, vinstri
-
3. 30-60 sek
dúfan, hægri
-
4. 30-60 sek
dúfan, vinstri
Myndbönd
Æfing 1
Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
Fram og aftur með teygju
Hafmeyjuteygja
Köttur kú
Barnið á framhandlegg
Hundurinn og liðka kálfa
Barnið
Hryggvinda og þræða nálina
Teygja á brjóstvöðva
Æfing 2
Hnébeygja og tosa teygju í sundur (grindarbotns/kviðæfing)
Mjaðmalyfta
Halda í liggjandi mjaðmalyftu + hné í sundur
Teygjur
Teygja á rass/mjöðm
Dúfan