Meðgöngu - Æfingarútína C


Hvatning dagsins

Stundum höfum við enga löngun til þess að gera hlutina, ef þú átt þannig dag í dag skaltu gefa þér smá spark í rassinn. Ekki samt "sparka þig í rassinn" ef þú áttir slæma nótt og þarft einfaldlega að hlúa að þér og hvíla líkamlega. EN ef þú ert að leyfa hugsunum þínum að stjórna og ert að leyfa þeim að tala þig af því að hreyfa þig eða gera annað og jafnvel rífa þig niður í leiðinni er ég hérna til þess að segja þér að HÆTTA ÞVÍ NÚNA STRAX. Þú getur þetta, þú ert með þetta og þú skalt halda áfram. Eftir æfingu dagsins, hvort sem þú nærð að klára hana eða ekki munt þú annaðhvort vera á nákvæmlega sama stað eða þá þér mun líða betur. Gefðu þér því "smá spark í rassinn" (ef hugurinn er að stjórna) eða þegar tækifæri gefst skaltu loka augunum og slaka aðeins á - tekur þessa æfingu á morgun, eða hinn (eða einfaldlega sleppir henni) því það er ekki heilbrigt að ætla sér að gera allt 100%.Upplýsingar um æfingu dagins

Þú færð eina æfingu í dag sem tekur um 25-30 mín að gera. Henni er ætlað að vinna með grunnstyrk í grindarbotns- og kviðvöðvum, styrkja mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu með mismunandi teygjum.

Tæki/tól fyrir æfingu dagsins: Nuddrúlla, lítil æfingateygja, löng æfingateygja, jóga bolti/stóll, dýna.

ATH: Ef þú finnur til í einhverri æfingu skaltu sleppa henni.Æfing 1

Tæki/tól: Nuddrúlla, dýna.

1x í gegn:

 1. 1. 15-30 sek rúlla kálfa, hægri
 2. 2. 15-30 sek rúlla kálfa, vinstri
 3. 3. 15-30 sek rúlla aftanverð læri, hægri
 4. 4. 15-30 sek rúlla aftanverð læri, vinstri
 5. 5. 30 sek rúlla rassvöðva, hægri
 6. 6. 30 sek rúlla rassvöðva, vinstri
 7. 7. 30 sek rúlla spjaldhrygg
 8. 8. 10 sek halda í líkamsstöðu punkt (haltu í 1-3 punkta eins og líkaminn leyfir og kallar á
 9. 9. 30 sek rúlla efra bak
 10. 10. 15-30 sek rúlla framanverð læri, hægri
 11. 11. 15-30 sek rúlla framanverð læri, vinstr
 12. 12. 5x mjóbakshringir , hægri
 13. 13. 5x mjóbakshringir , vinstri
 14. 14. 30-60 sek köttur kú
 15. 15. 30-60 sek barnið


Æfing 2

Tæki/tól: Löng æfingateygja, lítil æfingateygja, stóll/jóga bolti.

3-4x í gegn:

 1. 1. 10x hnébeygja og tosa teygju í sundur (grindarbotns/kviðæfing)
 2. 2. 20x sitjandi abductor með teygju
 3. 30-60 sek hvíldTeygjur

Tæki/tól: Dýna.

1x í gegn:

 1. 1. 15-30 sek teygja aftanverðum lærisvöðva og kálfa, hægri
 2. 2. 15-30 sek teygja aftanverðum lærisvöðva og kálfa, vinstri
 3. 3. 15-30 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, hægri
 4. 4. 15-30 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, vinstri
 5. 5. 30 sek teygja á rass/mjöðm, hægri
 6. 6. 30 sek teygja á rass/mjöðm, vinstri
 7. 7. 5x teygja yfir fót og aftur, hægri
 8. 8. 5x teygja yfir fót og aftur, vinstri
 9. 9. 30 sek opna brjóstkassann
 10. 10. 15 sek teygja á milli herðablaða
 11. 11. 60 sek barnið á framhandleggjumMyndbönd

Æfing 1

Rúlla kálfa

Aftur í æfingu

Rúlla aftanverð læri

Aftur í æfingu

Rúlla rassvöðva

Aftur í æfingu

Rúlla spjaldhrygg

Aftur í æfingu

Halda í líkamsstöðupunkt 

Aftur í æfingu

Rúlla efra bak

Aftur í æfingu

Rúlla framanverð læri

Aftur í æfingu

Mjóbakshringir

Aftur í æfingu

 Köttur kú

Aftur í æfingu

Æfing 2

Hnébeygja og tosa teygju í sundur (grindarbotns/kviðæfing)

Aftur í æfingu

Sitjandi abductor með teygju

Aftur í æfingu

Teygjur

Teygja á aftanverðum lærisvöðva og kálfa

Aftur í æfingu

Teygja á framanverðum lærisvöðva

Aftur í æfingu

Teygja á rass/mjöðm

Aftur í æfingu

Teygja yfir fót og aftur

Aftur í æfingu

Opna brjóstkassa

Aftur í æfingu

Teygja milli herðablaða

Aftur í æfingu

Barnið á framhandleggjum

Aftur í æfingu

Back to blog