Meðgöngu - MM-Fjarþjálfun æfingaplön


Upplýsingar um notkun: 

1. Gott er að byrja á grunnplani ef þú hefur ekki verið að hreyfa þig á meðgöngunni, ef þú ert verkjuð eða ef þú finnur fyrir ógleði og vilt samt halda í smá hreyfingu. Þú getur farið eins oft og þú vilt í gegnum þetta æfingaplan. Á meðgöngunni ætti markmiðið að vera að viðhalda styrk og hreyfingu. Til þess að fá sem mest út úr grunnplaninu er gott að eiga pilates bolta, langa æfingateygju, minibands teygju, rúllu og nuddbolta. 

2. Næst getur þú farið í styrktar- og þolplan. Í styrktar- og þolþjálfun er kennslumyndband af hverri æfingu fyrir sig. 

Styrktar- og þolþjálfun: Gott er að byrja á styrktar- og þolplan 1 og fara síðan í styrktar- og þolplan 2. Hægt er að nota þessi plön heima eða í ræktinni. Gott er að eiga tvö sett af handlóðum (þyngri og léttari), minibands teygju, langa æfingateygju, rúllu og nuddbolta. Hafðu bakvið eyrað þegar þú tekur fyrstu æfingarnar að byrja með léttar þyngdir og mögulega fækka endurtekningum þannig þú lærir inn á kviðinn og grindarbotninn í öllum æfingum. Hægt er að fara í gegnum hvert plan nokkrum sinnum og út meðgönguna, markmiðið á meðgöngunni er að viðhalda styrk þannig þú verðir fyrr að ná þér eftir fæðingu. 


Það sem er framundan: Grindarbotn- og kviðplan, on-demand grindarbotnstími, styrktar- og þolplan 3 og styrktar og þolplan 4.

Back to blog