Meðgöngu - Neðri líkami rækt c

Hvatning dagsins

Framkvæmdu. Framkvæmdu. Framkvæmdu. Hvað er að framkvæma? Hvernær skiptir mestu máli að framkvæma? Hvernig verður þú góð í að framkvæma? Að framkvæma er að gera hlutina, gera þá hluti sem þú bæði þarft og "þarft ekki" að gera. Það skiptir mestu máli að framkvæma þegar hugurinn byrjar að tala þig af, segja t.d. við þig að þú sért "löt, æj bíddu aðeins, slakaðu á....". Þú verður góð í að framkvæma með því að æfa þig. Þú getur æft þig í svo mörgum aðstæðum. Byrjaðu smátt í að æfa þig. Byrjaðu t.d. að ganga strax frá þvottinum, ganga strax frá eftir matinn, taktu úr vélinni þegar hún er tilbúin, fara á æfingu þegar þú nennir ekki (alltaf samt að hvíla ef líkaminn kallar á hvíld). Í hvert skipti sem þú framkvæmir ertu að æfa "framkvæmdarvöðvann". Hann styrkist aðeins með æfingunni og nær hann mesta styrk þegar þú framkvæmir í þeim aðstæðum sem þú nennir ekki. Mín skilaboð til þín í dag er FRAMKVÆMDU - Áfram þú!

Upplýsingar um æfingu dagins

Æfing dagsins tekur á neðri líkamanum og tekur um 45-50 mín að gera. Ef þú hefur minni tíma fækkaðu þá settum (hversu oft þú ferð í gegnum æfingum). Þessi æfing er ætluð að vinna með styrk í rassvöðvum, lærisvöðvum, grunnstyrk í grindarbotns- og kviðvöðvum, þol og stuðla að góðri líkamsstöðu með teygjum.

Tæki og tól fyrir æfingu dagsins:  Löng æfingateygja, lítil æfingateygja,  stöng (10-20 kg),  tvö handlóð (4-7 kg), hjól, dýna/teygjusvæði.

ATH: Ef þú finnur til í einhverri æfingu skaltu sleppa henni.

Upphitun

Tæki/tól: Dýna/teygjusvæði, löng æfingateygja, lítil æfingateygja.

1x í gegn:
1. 10-20x köttur kú
2. 10x hryggvinda á fjórum fótum, hægri
3. 10x hryggvinda á fjórum fótum, vinstri
4. 10-20x hundurinn liðka kálfa
5. 10x teygja á aftanverðum lærisvöðva og opna mjaðmir
6. 10x rúlla rassvöðva, hægri
7. 10x rúlla rassvöðva, vinstri
8. 10-20x rúlla spjaldhrygg
9. 10-20x rúlla efra bak

3x í gegn:
1. 10x grindarbotns/kviðæfing hnébeygju og tosa teygju með teygju fyrir ofan hné
2. 20x sitjandi abductor með teygju

Æfing 1

Tæki/tól: Stöng (10-20 kg), lítil æfingateygja.

3x í gegn (Þú getur stillt Interval Timer (leiðbeiningar) á Set: 12, High: 30 sek, Low: 30 sek):
1. 30 sek hnébeygja með stöng og teygju fyrir ofan hné
2. 30 sek dúa í hnébeygju með teygju fyrir ofan hné (með eða án stöng)
3. 30 sek hnébeygja með teygju fyrir ofan hné + dúa 2x í hnébeygju og upp + dúa 3x í hnébeygju og upp... (með eða án stöng)
30 sek hvíld
4. 30 sek romanian með stöng og teygju fyrir ofan hné
5. 60 sek sitjandi abductor með teygju fyrir ofan hné
30 sek hvíld

Athugasemdir: Í æfingu 1 ef þú ert með 10 kg eða léttara andar þú að þér og slakar á grindarbotns- og kviðvöðvum á leiðinni niður í hnébeygju og andar frá þér og rennir upp grindarbotnsvöðvunum á leiðinni upp (þannig á leiðinni upp og í efsti stöðu finnur þú fyrir lyftingu á grindarbotnsvöðvum og styrk í djúpvöðvum kviðs), vertu meðvituð um rassvöðvana. Ef þú ert með þyngra en 10 kg haltu virkni allan tímann í vöðvunum. Í æfingu 2, 3, 5, og 6 finnuru fyrir virkni í grindarbotns- og kviðvöðvum allan tímann, hugsa út í rassvöðvann.

Æfing 2

Tæki/tól: Tvö handlóð (4-7 kg), hjól.

5x í gegn (Hægt að stilla Interval Timer á set: 10, High: 50 sek, Low: 10 sek).
1. 50 sek front squat + romanian deadlift með handlóð
10 sek hvíld
2. 50 sek "sprettur" á hjóli (eða öðru þrektæki)
10 sek hvíld

Athugasemdir: Í þessum æfingum heldur þú virkni í grindarbotns- og kviðvöðvum allan tímann. Finnur fyrir lyftingu á grindarbotnsvöðvum og styrk í djúpvöðvum kviðs. Þegar þú hjólar hugsaðu að þú sért að lengja úr þér. Slakaðu á vöðvunum í hvíldinni.

Æfing 3

Tæki/tól: Hjól (eða annað þrektæki).

7-20 mín. EMOM (every minute on the minute) á hverri mínútu tekur þú 20 sek sprett, ferð á jöfnum hraða restina af mínútunni.

Athugasemdir:  Lengdu úr þér og finndu fyrir lyftingu á grindarbotnsvöðvum þannig að þú þrýstir ekki niður í grindarbotn þegar þú reynir á þig og ferð hratt, finndu fyrir styrk í djúpvöðvum.

Teygjur

Tæki/tól: Dýna/teygjusvæði.

1x í gegn:
1. 15-20 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, hægri
2. 15-20 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, vinstri
3. 15-20 sek teygja á aftanverðum lærisvöðva og kálfa, hægri
4. 15-20 sek teygja á aftanverðum lærisvöðva og kálfa, vinstri
5. 15-20 sek teygja á rass og mjöðm, hægri
6. 15-20 sek teygja á rass og mjöðm, vinstri
7. 10-20x köttur kú
8. Halda í barninu eins lengi og þú þarft

Athugasemdir: Bættu við teygjum ef líkaminn þinn kallar á.

Myndbönd 

Upphitun

Köttur kú

Aftur í æfingu

Hryggvinda á fjórum fótum


Aftur í æfingu

Hundurinn liðka kálfa


Aftur í æfingu

Teygja á aftanverðum lærisvöðva og opna mjaðmir


Aftur í æfingu

Rúlla rassvöðva


Aftur í æfingu

Rúlla spjaldhrygg

Aftur í æfingu

Rúlla efra bak

Aftur í æfingu

Grindarbotns/kviðæfing hnébeygju og tosa teygju með teygju fyrir ofan hné

Aftur í æfingu

Sitjandi abductor með teygju fyrir ofan hné

Aftur í æfingu

Æfing 1

Hnébeygja með stöng og teygju fyrir ofan hné

Aftur í æfingu

Dúa í hnébeygju með teygju fyrir ofan hné (með eða án stöng)

Aftur í æfingu

Hnébeygja með teygju fyrir ofan hné + dúa 2x í hnébeygju og upp + dúa 3x í hnébeygju og upp... (með eða án stöng)

Aftur í æfingu

Romanian með stöng og teygju fyrir ofan hné

Aftur í æfingu

Sitjandi abductor með teygju fyrir ofan

Aftur í æfingu

Æfing 2

Front squat + romanian deadlift með handlóð

Aftur í æfingu

Teygjur

Teygja á framanverðum lærisvöðva

Aftur í æfingu

Teygja á aftanverðum lærisvöðva og kálfa

Aftur í æfingu

Teygja rassvöðva og mjöðm

Aftur í æfingu

Köttur kú

Aftur í æfingu

Back to blog