MM-Basic On-Demand æfing 3

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Hvernig sem á það er litið þú ert alltaf að gera þitt besta miðað við aðstæður"

Æfing dagsins er time cap æfing þar sem þú reynir að komast eins langt með æfinguna og þú getur á 18 mín. Æfingin saman stendur af fimm æfingum og ferðu 4 hringi í heildina. Hún er þannig sett upp að í fyrsta hring ferðu 10 endurtekningar af öllum fimm æfingunum, næsta hring ferðu 12 endurtekningar, síðan 14 og loks 16. Hvílir eftir þörfum. Getur síðan bætt við finisher.

Tæki og tól fyrir æfingu dagsins: Tvö handlóð eða sambærilegt og mini bands teygju ef þú vilt gera æfinguna aðeins meira krefjandi.

Æfing dagsins

Upphitun

Flæði:

 1. 1. Köttur kú - öxl að mjöðm
 2. 2. Barnið
 3. 3. Hryggvinda
 4. 4. Bird dog - grindarbotn
 5. 5. Mjaðmahringir
 6. 6. Rúlla öxlum


Upphitunaræfing:

 1. 1. Hliðarskref (með eða án teygju)
 2. 2. Hnébeygja
 3. 3. Good morning
 4. 4. Hliðarlyftur
 5. 5. Mjaðmalyfta

Æfing dagsins: Time cap 18 mín

10-12-14-16

 1. 1. Armkreppa + axlarpressa
 2. 2. Hnébeygja með lóð eða án
 3. 3. Upptog (hliðaraxlir)
 4. 4. Mjaðmalyfta
 5. 5. Keyra heim (pull apart)

Finisher
3 hringir
 1. 1. 10 thrusters
 2. 2. 10 hliðarskref upp á tær eða hopp
 3. 3. 10 russian twist

Teygjur

 1. Köttur kú, barnið, dúfan, lærisvöðva (innanverða, framanverða, aftanverða), axlir og annað líkaminn kallar á

Back to blog