Upplýsingar um æfingu dagsins
"Nýttu hvert tækifæri til þess að taka lífinu fagnandi. Með fagnandi þá á ég við að opna arma og taka öllu sem er kastað að þér. Trúðu að allt sem þú lendir í er nákvæmlega eins og því er ætlað að vera út af einhverri ástæðu. Haltu áfram og vertu þessi sem syndir á móti straumnum. Þú ert einstök."
Æfing dagsins samanstendur af upphitun, tveimur æfingarútínum, finisher og niðurlagi. Allar æfingarútínur eru á tíma. Fyrsta æfingarútínan er 20 mín þar sem þú framkvæmir hverja æfingu í 45 sek, hvílir í 15 sek og ferð síðan 4 hringi. Önnur æfingarútína er 6 mín ertu að taka æfingu í 40 sek, hvíla í 5 sek og ferð 2 hringi. Finisher er AMRAP æfingar (as many rounds as possible) þar sem þú ferð eins marga hringi og þú getur innan 3 mín tímarammans og hvílir sem minnst.
Tæki og tól fyrir æfingu dagsins: Tæki/tól: Eitt sett af handlóðum, lítil æfingateygja, löng æfingateygja. Stóll/bekkur/sófi. Auka (rúlla, þrektæki).
Æfing dagsins
Upphitun
- 1. Flæði (sjá í myndbandinu)
- 2. Upphitunaræfing (sjá í myndbandinu)
Æfingarútína 1: 45/15 x 4 hringir (20 mín)
- 1. Hnébeygja
- 2. Axlarpressa
- 3. Thrusters
- 4. Romanian h/v
- 5. Burpees (þrektæki)
Æfingarútína 2: 40/5 x 2 hringir (6 mín)
- 1. Bakfettur
- 2. Mjaðmalyftur
- 3. Fótalyftur
- 4. Froskar
Finisher: 3 mín AMRAP (TC á þrektæki)
- 1. 10x snatch á H
- 2. 10x snatch á V
- 3. 10x A hopp H
- 4. 10x A hopp V
- EÐA ef þú ert með þrektæki: 3 mín TC - 30 cal á assault bike, 30-40 cal á róðravél, 40-50 cal á bike erg eða 500m á bretti
- 1. Teygjur og hreyfiteygjur (sjá í myndbandinu)