MM-Fit þjálfun 2 On-Demand æfing 3

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Minntu þig aftur og aftur á núverandi stund. Þannig nærðu að stjórna róinni innra með þér. Til þess að komast í núvitund skaltu nýta þér 5 sek reglu Mel Robbins að telja frá 5 og niður í 1, þannig 5,4,3,2,1 og sjáðu það sem er fyrir framan þig."

Æfing dagsins samanstendur af upphitun, tveimur æfingarútínum og niðurlagi. Fyrsta æfingarútínan er 14 mín TC (time cap) þar sem þú kemst eins langt með æfinguna og þú getur á 14 mín. Næsta æfing er 10-14 mín AMRAP þar sem þú ferð í gengnum æfinguna eins og pýramída á 10-14 mín. Í báðum æfingarútínum eru sömu endurtekningar (8,10,12,14,16,18,20) þannig í hverjum hring bætir þú við tveimur endurtekningum. Hringur 1 er því 8 endurtekningar af hverri æfingu, umferð 2 er síðan 10 af hverri æfingu, svo 12, 14, 16, 18 og loks 20 ef þú kemst þangað á innan við 14 mín og ef þú kemst upp í 20 að þá ferð aftur niður eins og pýramídi. Það er ein æfing sem er með aðrar endurtekningar og er það hliðarskref þannig þú gerir endurtekninguna x 4. Þannig 32, 40, 48, 56, 48, 40, 32. 

Tæki og tól fyrir æfingu dagsins: Tæki/tól: Eitt sett af handlóðum, lítil æfingateygja, löng æfingateygja. Stóll/bekkur/sófi ef þú þarft að taka æfingu með upphækkun. Auka (þrektæki, bjalla, slam bolti, wall ball).

Æfing dagsins

Upphitun

  1. 1. Flæði (sjá í myndbandinu)
  2. 2. Upphitunaræfing (sjá í myndbandinu)

Æfingarútína 1: 14 mín TC (farðu eins langt með æfinguna og þú kemst á 14 mín)

Endurtekningar: 8-10-12-14-16-18-20

  1. 1. Thrusters
  2. 2. Romanian + upptog 
  3. 3. Hliðarskref (38, 40, 48, 52, 48, 40, 38)
  4. 4. Burpees

Æfingarútína 2: 10-14 mín AMRAP

Endurtekningar: 8-10-12-14-16-18-20-18-16....

  1. 1. Cal á þrektæki, swing, hnébeygjuhopp/upp á tær, froskar
  2. 2. Hnébeygju clean

Niðurlag
  1. 1. Teygjur og hreyfiteygjur (sjá í myndbandinu)

Back to blog