MM-Fjarþjálfun æfingaplön


Upplýsingar um notkun: 

1. Gott er að byrja á grunnplani 1 ef þú hefur ekki verið að hreyfa þig (eða ef það eru minna en 6 vikur frá fæðingu). Þegar þú hefur lokið við grunnplan 1 er sniðugt að hoppa yfir í grindarbotns/kviðplan og taka það samhliða annarri þjálfun eða æfingaplani. Til þess að fá sem mest út úr grunnplönunum er gott að eiga pilates bolta, langa æfingateygju, minibands teygju, rúllu og nuddbolta. 

2. Næst getur þú valið um að fylgja styrktar- og þolplan eða on-demand þjálfun. Í on-demand þjálfun tekur þjálfari æfingu með þér "live" frá A-Ö. Í styrktar- og þolþjálfun er útskýringamyndband af æfingunum.

Styrktar- og þolþjálfun: Gott er að byrja á styrktar- og þolplan 1 og fara síðan í styrktar- og þolplan 2. Styrktar- og þol plan 3 er framhaldsplan sem er einungis hugsað fyrir ræktina (ekki heimaútfærsla af æfingunum) og er ekki sérstaklega hugsuð fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað eftir meðgöngu. Til þess að framkvæma heimaútfærslu af æfingum í styrkar- og þolplan 1 og 2 er gott er að eiga tvö sett af handlóðum (þyngri og léttari), minibands teygju, langa æfingateygju, rúllu og nuddbolta. Styrktar- og þolplan 1 er hugsað sem fyrsta styrktaræfingarplan eftir fæðingu eða ef þú ert að byrja að hreyfa þig aftur. Ekki er mælt með þessu plani fyrr en það eru liðnar amk 6 vikur frá fæðingu. Hafðu bakvið eyrað þegar þú tekur fyrstu æfingarnar að byrja með léttar þyngdir og mögulega fækka endurtekningum. Hægt er að fara í gegnum þetta plan á hvaða tímapunkti sem er. Mælt er með því að byrja á styrktar- og þolplani 2 þegar þú hefur lokið styrktar- og þolplani 1 og svo koll af kolli. Hægt er að fara aftur í gegnum plönin og hoppa á milli æfingaplana eins og hentar.

On-demand þjálfun: Í boði er Grindarbotns/kvið plan sem er stigskipt og hægt að byrja á 6 vikum eftir fæðingu eða þegar þú hefur t.d. lokið við grunnplanið. Síðan er í boði öræfingar en það eru æfingar sem eru innan við 16 mín með upphitun og teygjum - tilvalið að taka ef þú vilt ná inn æfingu en ert með lítinn tíma.


3. Þegar það eru liðnir 3-6 mánuðir frá fæðingu og hvenær sem er eftir það þegar þú hefur náð að styrkja grindarbotn og kvið frá grunni (t.d. eftir að þú hefur farið í gegnum styrkar- og þolplan 1 og 2) getur þú farið að huga að hlaupum. Hlaupaplan 1 inniheldur bæði hlaupaæfingar og styrktar- og þolæfingar. Þegar þú byrjar fyrst að hlaupa byrjaðu rólega og vertu búin að skoða fræðsluna sem er í boði tengt hlaupum (finnur það undir upplýsingaflipanum). Hlaupaplan 2 er framhald af hlaupaplan 1 en það er vel hægt að fara í gegnum hlaupaplan 1 til þess að sjá bætingar. Þá er sniðugt að skrá hjá sér hraðann, vegalengdina eða tímann þegar þú fórst í gegnum planið í fyrsta skiptið. Hlaupaplan 2 má síðan fara í gegnum 3x til þess að bæta hraða og vegalengd. 

Æfingaplön sem eru í vinnslu: Upphífingaplan, pistol squat plan, assault bike plan, 10km plan, hálf maraþon plan, maraþon plan. 

Back to blog