MM-Fjarþjálfun fræðsla og upplýsingar MEÐGÖNGU

Í MM-Fjarþjálfun skaltu byrja að skoða fræðsluna hér að neðan áður en þú ferð að fylgja plani. Síðan er ekki eftir neinu öðru að bíða en að skoða og kynna þér MM-Fjarþjálfun.

Ef einhverjar spurningar vakna má skoða spurt og svarað. Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni skaltu senda hana á sigrun@fitbysigrun.com.   

Ef þér finnst gott að fylgja plani eru nokkur æfingaplön í boði sem þú getur fylgt. Undir æfingaplön er að finna allar upplýsingar um plönin og hvenær er tímabært að byrja fylgja þeim. Ef þú vilt fá sérsniðið æfingaplan byggt á æfingum sem er að finna í MM-Fjarþjálfun erum við með það í boði en það er sérskráning, nánar undir æfingaplön.  

Ef þú vilt taka æfingu eftir dagsformi skaltu velja þér eina úr æfingabankanum en þar eru allar æfingar sem er að finna í æfingaplönum.  

Þegar kemur að matarræði skaltu taktu lítil skref í einu. Í matarbankanum er að finna allskonar uppskriftir, hugmyndir og ráð sem við í Kvennastyrk höfum tileinkað okkur. Ef þú vilt fá ítarlegri þjálfun tengt matarræðinu erum við einnig með það í boði en það er sérskráning og hana má finna í matarbankanum okkar undir matarþjálfun.  

Til þess að vinna sem best með þér er hugarfarið lykillinn. Skoðaðu hugarfarsþjálfunina eftir fæðingu og stefndu að því að gera hugaræfingu og/eða hugleiðslu að vikulegri venju.  

Vertu hluti af Facebook samfélaginu okkar og taktu þátt í þráðum. Þér er einnig velkomið að deila með okkur reynslu þinni og skapa þannig skemmtilegan vettvang fyrir konur á sambærilegum stað og þú sjálf.

Þegar þú ert komin inn í MM-Fjarþjálfun skaltu nota síðuna eins og hentar þér. Hoppaðu á milli æfingaplana eins og hentar eða farðu í æfingabankann og taktu æfingu eftir dagsforminu. Skelltu þér í hugleiðslu eða finndu nýja uppskrift/hugmynd í matarbankanum okkar. Þér er einnig velkomið að deila einhverju í Facebook samfélaginu okkar.

Back to blog