Öræfing 9 on-demand

Upplýsingar um æfinguna

"Í dag ætla ég að taka eitt í einu og drífa mig afstað þegar ég nenni ekki. Hvíla mig ef ég finn að ég þurfi þess.

Fyrstu 1-2 mínúturnar fara í smá spjall/útskýringu og upphitun. Síðan tekur við 12 mín æfing dagsins og er hún EMOM æfing þar sem við vinnum eina æfingu í einu á 60 sek, förum 3 hringi af æfingunum eða 12 mín í heildina. Klárum 60 sek finisher og síðan stuttar teygjur. Ef þú notar interval timer stillir þú High 1 mín, low 0 sek, Set: 12. Warm up 1-2 mín, Cool down 1-2 mín. 

Tæki og tól fyrir æfinguna: Tvö handlóð, ein minibands teygja

Æfing dagsins - 3 hringir af EMOM æfingu

3x í gegn:
1. 60 sek hliðarskref með mini bands teygju
2. 10x hnébeygja + dú - klára út mín í romanian 
3. 10/10x H/V standandi around the world
4. 10/10x snatch H/V - klára út tímann í A planka

Finisher: 60 sek
1. Mjaðmalyfta

Back to blog