Styrktar- og þolplan 1

Þetta æfingaplan er skipt upp í fjórar vikur og er gert ráð fyrir fimm æfingum í viku. Kláraðu viku 1 og farðu síðan í viku 2. Ef þú klárar ekki æfingarnar í vikunni getur þú fært þær yfir í næstu viku. Ef þú dettur úr rútínu tekur þú upp þráðinn á þeim stað sem þú hættir.

Hver styrktar/þolæfing (efri, neðri og allur líkaminn) tekur alltaf vel innan klst. Æfingarútína tekur innan við 15 mín og er hugsuð sem aktív hvíld. Happy Hips æfing tekur um 20-30 mín og er bandvefsnuddæfing. Göngutúr fer síðan eftir hvað þú ákveður að vera lengi.

Það gæti verið hvetjandi að skrá hjá þér hvaða þyngd þú ert að nota, hvað þú ferð margar endurtekningar eða mörg sett (umferðir/hringi) og fara tvisvar sinnum í gegnum planið áður en þú ferð í næsta æfingaplan. Næst getur þú hoppað yfir í styrktar- og þolplan 2, MM-Fit On-Demand 1 eða hlaupaplan 1.

Ef þú varst ekki búin að skoða þetta upplýsingamyndband skaltu hlusta á það áður en þú byrjar á æfingunum.

VIKA 1

Dagur 1: Efri rækt / Efri heima

Dagur 2: Neðri rækt / Neðri heima

Dagur 3: Allur rækt / Allur heima 

Dagur 4: Göngutúr

Dagur 5: Æfingarútína 

VIKA 2

Dagur 1: Efri rækt / Efri heima

Dagur 2: Neðri rækt / Neðri heima

Dagur 3: Allur rækt / Allur heima

Dagur 4: Göngutúr

Dagur 5: Happy Hips

VIKA 3

Dagur 1: Efri rækt / Efri heima

Dagur 2: Neðri rækt / Neðri heima

Dagur 3: Allur rækt / Allur heima

Dagur 4: Göngutúr

Dagur 5: Æfingarútína

VIKA 4

Dagur 1: Efri líkaminn (ræktar og heimaútgáfa)

Dagur 2: Neðri líkaminn (ræktar og heimaútgáfa)

Dagur 3: Allur líkaminn (ræktar og heimaútgáfa)

Dagur 4: Göngutúr

Dagur 5: Happy Hips

Back to blog