- Hér eru þumalputtareglur sem þú getur miðað þig við.
- 1. Drekktu að lágmarki 250ml af vatni 10-30 mín fyrir æfingu. Drekktu eins og þú þarft á æfingu og síðan að lágmarki 250ml strax eftir æfingu.
- 2. Vertu vel nærð fyrir og eftir æfingu. Vertu búin að borða máltíð 1-2 tímum fyrir æfingu eða millimál 30-60 mín fyrir æfingu. Reyndu að fá þér millimál eða máltíð innan klst eftir æfingu.
- 3. Skoðaðu myndbönd og lestu lýsingar af æfingunum áður en þú framkvæmir þær (gæti verið gott að vera búin að renna yfir æfingu dagsins kvöldinu áður) til þess að fyrirbyggja meðsli.
- 4. Hlustaðu alltaf á líkamann, ef þú finnur til í einhverri æfingu skaltu hætta og reyna að beita þér betur, sleppa æfingunni eða gera aðra í staðin.