Upplýsingamyndband tengt planinu

Í þessu myndbandi fer ég yfir markmiðið með æfingaplönunum að þetta verði allt ósjálfráð virkni og hreyfing mín 0-3:24

Einnig fer ég yfir sig (blöðru, leg og ristilsig) og hvernig þú getur hugsað þig í æfingum og hvað þú þarft að hafa sérstaklega í huga í æfingunum mín 3:24-5:34. Sig getur lýst sér sem þyngsl niður í grindarbotn eða eins og það er eitthvað að "detta úr þér".

Það síðasta sem ég fer yfir er hvernig þú ættir að hugsa plönin ef þú ert með yfirspenntan grindarbotn, mín 5:34-8:20. Yfirspenntur grindarbotn lýsir sér í þá tilfinningu að ná ekki að sleppa grindarbotnsvöðvunum og slaka á þeim. Eins og maður er síspenntur. Það getur leitt til þvagleka, hægðatregðu, ofspennu í öðrum vöðvum, verkja í æfingum og daglegum athöfnum ásamt öðru. 

Allt af þessu telst eðlilegt og hægt að vinna með. Skynsamlegast að fá greiningu hjá sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í kvenheilsu eða kvensjúkdómalækni. Í sumum tilfellum þarf inngrip en oftast er hægt að læra inn á líkamann, læra inn á öndun og vinna þannig með sér í æfingum og daglegum athöfnum. Ef þú ert óviss með þitt ástand getur þú alltaf sent á sigrun@fitbysigrun.com og Sigrún getur kannað hvort einkenni bendi til þess að vera sig eða yfirspenntur. Það er eðlilegt að vera með slaka grindarbotnsvöðva fyrst eftir fæðingu vegna hormóna og vegna þess að vefir hafa teygst og getur það leitt til sigs en slakir grindarbotnsvöðvar ættu ekki að vara í margar vikur eftir fæðingu og er hægt að styrkja sig skynsamlega til þess að upplifa lítil sem engin vandamál. Það er hlutfall kvenna sem lendir í því að fara í yfirspennu og er mikilvægt að vera vör um sig þannig maður tekur eftir því áður en það gerist. Einnig getur verið að þú hafir mögulega alltaf verið í yfirspennu - sérstaklega ef þú hefur verið mjög virk í íþróttum eða ert síspennt á daginn og getur þú núna farið að tileinka þér að slaka á þessum vöðvum. 

Hlustaðu á myndbandið að neðan og hafði það að leiðarljósi í MM-Fjarþjáfun.

Back to blog