Æfing dagsins samanstendur af tveimur æfingarútínum. Það eru 6 æfingar í hverri æfingarútínu. Þú ætlar að fara í gegnum hverja æfingarútínu 2-4x (2-4 hringi) og hvíla eftir hvern hring. Það er finisher ef þú ert í stuði og getur þú farið 2-4x í gegnum finisherinn. Ef þú ert í extra miklu stuði má fara í gegnum finisher á milli æfingarútína og er þá gott að miða við að fara 2x í gegnum hann á milli æfingarútína 1-2 og síðan 2-4x í gegnum finisherinn í lokin (eftir æfingarítínu 2).
Tæki/tól: Tvö handlóð (þrektæki).
Æfingarútína 1
Tæki/tól: Tvö handlóð
2-4x í gegn:
1.10-12x armkreppa
2. 10-12x axlarpressa
3. 10-12x armrétta eða dýfur
4. 10-12x snatch á hægri
5. 10-12x snatch á vinstri
6. 20x hnébeygja eða hnébeygjuhopp
Hvíld: 30-40 sek
Æfingarútína 2 (ATH ef þú ert í extra miklu stuði þá gera 2x finisher áður en þú ferð í æfingarútínu 2)
Tæki/tól: Tvö handlóð
2-4x í gegn:
1. 10-12x róður
2. 10-12x öfugt flug
3. 10-12x upptog
4. 10-12x A-hopp á vinstri
5. 10-12x A-hopp á hægri
6. 15-20x froskar
Hvíld: 30-40 sek
Finisher
Tæki/tól: Ekkert (þrektæki - sjá æfingu að neðan).
2-4x í gegn:
1. 30 sek hlaup/ganga á staðnum
2. 30 sek "skíða hopp" (eða hliðarskref) og snerta tær
3. 30 sek dúa í hnébeygju eða hnébeygjuhopp
Engin hvíld (mikilvægt að hlusta á líkamann og hvíla ef þú þarft eða minnka ákefðina)
Ef þú ert með aðgengi að þrektæki þá 3-6 hringi af: 30 sek on, 30 sek off þannig þú tekur góðan "sprett" á þrektæki í 30 sek og síðan hægar og endurtekur 3-6x. Segjum að þú ert með aðgang að assault bike þá tekur þú 30 sek assault bike, 30 sek hvíld 3-6x í gegn.