Yfirspenntur grindarbotn
Ef þú ert með yfirspenntan grindarbotn eða grunar að þú sért með yfirspenntan grindarbotn gæti verið best að leita til læknis og/eða sjúkraþjálfara til þess að meta ástandið og fá viðeigandi meðferð. Yfirspenntur grindarbotn getur lýst sér sem óþægindi við að pissa, við kynlíf og/eða hægðatregða. Einnig getur verið þvagleki í æfingum og erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. Hér er myndband sem þú getur fylgt sem getur hjálpað til við að ná slökun á svæðinu og teygju á vöðvunum.
Önnur ráð:
- Æfðu þig í öndunartækninni og þegar þú andar að þér að slaka vel á niður í grindarbotn.
- Þegar þú teygir (eftir æfingu) æfðu þig að slaka á niður í grindarbotn, þinn fyrir þyngslum án þess að þrýsta.
- Reyndu að halda vöðvunum í kringum grindarbotninn í góðu standi (halda lengingu og draga úr spennu) með því að teygja og rúlla vöðvana reglulega (innanverð læri, aftanverð læri, framanverð læri, rassvöða, mjaðmir, spjaldhrygg, setbein, neðra bak, hliðarkviðvöðvar, kviðvöðvar)
- Þegar þú pissar æfðu þig að slaka á vöðvunum, ekki stoppa bununa heldur æfðu þig að slaka og reyndu að tæma alveg
- Ef þú stundar kynlíf, reyndu að anda að þér og slaka á grindarbotnsvöðvum áður og ámeðan.