Hér er að finna fjórar mismunandi æfingar í framhaldi af námskeiðinu 'Þjálfun á meðgöngu'. Einnig er stutt æfingasafn þar sem fram kemur kennslumyndband með tilliti til virkni á grindarbotns- og kviðvöðvum í mismunandi æfingum.
Þessar æfingar eru ætlaðar að vinna með grunnstyrk á grindarbotns- og kviðvöðvum, styrkja mjaðmasvæðið og bæta líkamsstöðuna.
Þegar við vinnum með grindarbotnsvöðvana viljum við alltaf ná að virkja vöðvana með jöfnum hætti eins og við fórum yfir á námskeiðinu (vöðvar sem ná til setbeina fara í átt að hvor öðrum og upp og vöðvar sem ná til lífbeins og rófubeins far í átt að hvor öðrum og upp). Við viljum aldrei spenna þannig að við "kreppum" grindarbotnsvöðvana og halda spennunni heldur aðeins "renna þeim upp" og reyna að halda þeirri virkni (eða lyftingu).
Þegar við virkjum kviðvöðvana erum við að reyna að finna fyrir virkni í djúpvöðvum kviðs (innsta lag kviðs) eins og við værum að halda utanum líffærin okkar. Við viljum aldrei spenna, heldur aðeins finna fyrir þægilegri virkni á vöðvunum.
Þegar við vinnum með æfingar sem eru ætlað að styrkja mjaðmasvæðið viljum við alltaf vera meðvitaðar um að halda mjöðmum í beinni línu (passa að það komi ekki skekkja á mjaðmir).
Þegar við vinnum með líkamsstöðuna viljum við alltaf hugsa út í heildina og "lengja" okkur alveg frá hælum og upp að hvirfli.
Til þess að ná sem mestum árangri er mælt með að gera æfingu 1, 3 og 4 daglega og æfingu 2 amk tvisvar sinnum í viku.
ATH myndbönd af hverri æfingu er hægt að nálgast með því að smella á æfinguna eða fara neðst á síðuna.
Æfingar
Æfing 1: Sérs tök grindarbotns/kviðæfing
3x í gegn:
60 sek hvíld
Æfing 2: Styrkja mjaðmasvæðið
ATH ef þú ert með mikla grindarverki gæti verið skynsamlegast að gera aðeins æfingu 3 og 4 eða prófa allar æfingarnar með mjög létta teygju og vera mjög meðvituð að hafa mjaðmir í beinni línu (þú átt ekki að finna til í æfingunum).
1-3x í gegn:
- 15-20x hliðarspark á hægri með teygju fyrir ofan hné
- 15-20x hliðarspark á vinstri með teygju fyrir ofan hné
- 10-15x dúa 2x í hnébeygju + upp
- 15-20x sitjandi abduction með teygju
Hvíld eftir þörfum (gott að miða við 60 sek)
Æfing 3: Líkamsstöðu æfing
1-3x í gegn:
- 10x hendur í sundur með teygju (standandi grindarbotns/kviðæfing með teygju)
- 30 sek teygja á brjóstkassa á hægri
- 30 sek teygja á brjóstkassa á vinstri
Engin hvíld
Æfing 4: Teygjuæfing
1x í gegn:
- 30 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, hægri
- 30 sek teygja á framanverðum lærisvöðva, vinstri
- 30-60 sek opna mjaðmir
- 30-60 sek teygja yfir og opna út á hægri
- 30-60 sek teygja yfir og opna út á vinstri
- 30-60 sek köttur kú
- 30-60 sek barnið
Æfingasafn
Myndbönd
Æfing 1: Sérstök grindarbotns/kviðæfing
Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
Aftur í æfingu
Æfing 2: Styrkja mjaðmasvæðið
Hliðarspark með teygju fyrir ofan hné
Aftur í æfingu
Dúa 2x í hnébeygju + upp
Aftur í æfingu
Sitjandi abduction með teygju
Aftur í æfingu
Æfing 3: Líkamsstöðu æfing
Hendur í sundur með teygju
Aftur í æfingu
Teygja á brjóstkassa
Aftur í æfingu
Æfing 4: Teygjuæfing
Teygja á framanverðum lærisvöðva
Aftur í æfingu
Opna mjaðmir
Aftur í æfingu
Teygja yfir fót og opna út
Aftur í æfingu
Köttur kú
Aftur í æfingu
Barnið
Aftur í æfingu
Æfingasafn
Armkreppa
Aftur í æfingu
Axlarpressa
Aftur í æfingu
Róður
Aftur í æfingu
Armrétta
Aftur í æfingu
Hnébeygja
Aftur í æfingu
Dúa í hnébeygju
Aftur í æfingu