Líkamsræktaraðgangur Kvennastyrks

Opnunartími: Virkir dagar frá kl. 6:30-20:00, helgar frá kl. 9-18. Ef hurðin er læst þarft þú að nota aðgangskerfið okkar (Key4Friends app) til þess að komast inn.

App/aðgangskerfi: Aðgangskerfið virkar þannig að þú sækir app og notar síðan appið til þess að komast inn í Kvennastyrk þegar starfsfólk er ekki á svæðinu. Hér er smá myndband um hvernig þú nærð í appið HÉR. Þú fylgir leiðbeiningum í tölvupóstinum frá MobileKey eftir bestu getu og ef þú lendir í vandræðum að þá förum við yfir þetta með þér. Þegar þú notar appið til þess að komast inn gæti verið gott að kanna fyrst hvort hurðin sé ólæst. Síðan myndir þú opna appið og ýta á lykilinn í appinu og gæti verið að þú þurfir að bíða allt að 10 sek til þess að appið nái sambandi við kerfið. Það hefur gerst að það hefur ekki náð sambandi og þarftu að prófa aftur. Í þeim tilfellum gæti tekið allt að 30 sek að komast inn. Síðan þarf að loka hurðinni á eftir sér og þá læsist hurðin utan frá. Þegar þú ferð frá Kvennastyrk máttu kanna hvort það hafi ekki örugglega læst á eftir þér. 

Umgengisreglur: Vakin er athygli á því að líkamsræktarstöðin getur verið ómönnuð á opnunartíma hennar. Allar æfingar innan stöðvarinnar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber Kvennastyrkur/FitbySigrún ehf. ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu. Aðgangur iðkanda er til einkanota og er honum með öllu óheimilt að hleypa öðrum inn stöðina. Líkamsræktarstöð Kvennastyrks er vöktuð með myndavélakerfi og stýrð með aðgangsstýringarkerfi til að tryggja öryggi iðkenda og að iðkendur séu þeir einu sem nýtt geti sér aðstöðuna. Iðkendur skulu ganga snyrtilega um og ganga frá æfingabúnaði eftir sig. Æfingabúnaður er eingöngu ætlaður til æfinga og ber iðkandi ábyrgð á því að haga æfingum sínum þannig að hvorki hann né aðrir hljóti skaða af þeim. Heyrnartól skulu notuð ef spiluð er tónlist. Neyðarútgang úr æfingasal skal einungis nota í neyð. Notkun myndavéla í búningsklefa er bönnuð en hið sama á einnig við um myndatökur í tækjasal nema þær séu með fullu samþykki þess sem myndaður er. Öll notkun áfengis, tóbaks, rafrettna, eitur- og hverskyns ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil. Stórfelld brot á reglum þessum heimila brottrekstur iðkenda úr stöðinni og/eða riftun samnings. Sjúkrakassa og brunateppi má finna í sturturými hjá snyrtiborðinu. Slökkvitæki má finna í móttöku.  

Ef þú lendir einhverntímann í vandræðum má hringja í 848-4310 (Sólveig). Ef upp kemur slys verður að hringja í Sólveigu 848-4310 til að skrifa upp slysaskrá. Ef ekki næst í Sólveigu hafa skal þá samband við Sigrúnu í síma 848-4336.  

Allar nánari upplýsingar tengt starfsemi Kvennastyrks má finna í skilmálum HÉR

Back to blog