Vöruflokkur: Einkatími

 KOMIÐ Í FÆÐINGARORLOF

Einkatímar með FitbySigrún taka 50 mín og eru í boði alla föstudaga í G-Fit heilsurækt, Kirkjulundi 19, 210 Garðabæ.

Einkatímar eru ætlaðir konum á meðgöngu og eftir fæðingu (óháð því hvað það er langt frá fæðingu).

Markmiðið með tímanum er þú fáir skilning á stöðunni sem þú ert í og hvaða skref eru tímabær fyrir þig að taka næstu vikurnar þegar kemur að þjálfun. Ég vil að þú farir heim uppfyllt af öryggi miðið við hvert þú ert komin á meðgöngunni eða eftir fæðingu, veist hvaða æfingar eru æskilegar að gera næstu vikurnar og hvaða æfingar þú ættir að forðast.

Hver tími er persónulega sniðinn að þínum þörfum. Það sem getur komið fram í þínum tíma er eftirfarandi:

  • Stöðumat á kviðnum
  • Líkamsstöðumat
  • Fara yfir hvaða æfingar eru tímabærar og ótímabærar
  • Kennsla á virkni og slökun á grindarbotns- og kviðvöðvum
  • Kennsla í allskonar æfingum (grindarbotnsæfingum, kviðæfingum, upphitunaræfingum, teygjuæfingum, styrkaræfingum og/eða þolæfingum)
  • Æfingar til að taka með þér í ræktina eða til að framkvæma heima (líkamsstöðuæfingar, grindarbotnsæfingar, kviðæfingar, upphitunaræfingar, teygjuæfingar, styrkaræfingar og/eða þolæfingar)
  • 4 punkta fitumæling, ummálsmæling og vigtun (ef tímabært eftir fæðingu og óskað er eftir því)
  • Ráðgjöf varðandi matarræði

Þú bókar tíma með því að greiða fyrir hann hér að neðan. Haft verður samband við þig í framhaldi með tölvupósti og ákveðið nákvæm dagsetning og tímasetning (föstudagar milli kl. 10-14:30).

 

Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk