Vöruflokkur: Fræðslunámskeið

Áætlað að fyrsta námskeið (á höfuðborgarsvæðinu) verði haldið laugardaginn 25. janúar kl. 14-16(16:30). Skráðu þig á póstlistann HÉR til þess að fá tölvupóst um leið og opnar fyrir skráningar.

Viltu fræðast um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu, fá æfingar til að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum og persónulega ráðgjöf? Komdu þá á námskeið hjá FitbySigrún.

Á námskeiðinu er farið yfir helstu þætti sem við kemur þjálfun á meðgöngu- og eftir fæðingu svo að þú getir passað sem best upp á þinn líkamana á þessu tímabili. Lögð er mikil áhersla á að kenna þér að nýta grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum.

Hvert námskeið tekur 2 - 2,5 klst

Á báðum námskeiðunum fer Sigrún yfir helstu þætti sem koma að þjálfun á meðgöngu eða þjálfun eftir fæðingu. Mikil áhersla er lögð á að kenna tækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum og þú færð persónulega að æfa ýmsar æfingar. Eftir tímann gefst þér tækifæri til að spyrja spurninga. Þú ferð heim með æfingateygju og tímabundinn aðgang að lokaðri síðu.

Námskeiðið er ætlað verðandi mæðrum og konum sem hafa einhverntímann á lífsleiðinni eignast börn. Þjálfarar og heilbrigðisstarfsfólk sem vill bæta við sig þekkingu á þessum sviðum er velkomið.

Takmörkuð skráning er á hvert námskeið.

 

Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk