Kynntu þér Hugleiðslupakkann

Vöruflokkur: VERTU MEÐ Í FJARÞJÁLFUN KVENNASTYRKS

Nýtt tímabil hefst vikulega - Lokast á skráningar alla föstudaga og opnast á nýtt tímabil.

Arna býður upp á 4 vikna fjarþjálfun fyrir allar konur
Sigrún býður upp á 4-6 vikna meðgöngu- og mömmufjarþjálfun, 31 dags hugleiðslupakka og 4 vikna aðgang að fræðslunámskeiði um þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu

Fjarþjálfunin virkar þannig að þú smellir á vöruna að neðan, lest þig til um hana, samþykkir skilmála og persónuverndastefnu með því að setja vöru í körfu og klára greiðsluferlið.

Fjarþjálfun með Örnu

Markmið með fjarþjálfuninni er að bjóða upp á skemmtilegar og krefjandi æfingar ásamt hvatningu. Það fylgir pepp myndband frá Örnu með hverri viku sem hjálpar þér að tækla æfingar vikunnar. Arna hefur trú á öllum þeim konum sem eru í þjálfun hjá sér hvort sem það er í persónu eða í gegnum fjarþjálfun. Þú færð æfingavikuna senda til þín í pósthólfið. Gert er ráð fyrir að þú takir þrjár styrktar/þolæfingar í viku. Um helgar er síðan tilvalið að bæta við göngutúr eða útihlaup. Upphitunaræfing fyrir útihlaup fylgir. Það er hægt að skrá sig í prufuviku, 4 vikna plan og síðan framhaldsþjálfun í 4 vikur.

Fjarþjálfun með FitbySigrún

Meðgöngufjarþjálfun grunnplan er 4 vikna plan ætlað flestum barnshafandi konum og þá sérstaklega hugsað fyrir þær sem finna fyrir verkjum eins og grindar- mjóbaks-  og bakverkjum og eiga þar af leiðandi erfitt með að hreyfa sig. Hægt er að lesa nánar um Meðgöngufjarþjálfun grunnplan og skrá sig í þjálfun með því að smella á vöruna hér fyrir neðan. Þetta er heimaæfingaplan.


Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan er 4 vikna plan ætluð konum sem geta stundað styrktar/þol þjálfun á meðgöngunni. Hægt er að lesa nánar um Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan og skrá sig í þjálfun með því að smella á vöruna hér fyrir neðan. Þetta er bæði ræktar- og heimaæfingaplan.


Mömmufjarþjálfun grunnplan er 4 vikna plan ætlað sem fyrsta æfingaplan eftir fæðingu (í fyrsta lagi 5 dögum eftir fæðingu) hvort sem fæðing endaði í keisara eða ekki og vilja koma sér rólega af stað áður en farið er út í styrktar/þol þjálfun. Hægt er að lesa nánar um Mömmufjarþjálfun grunnurplan og skrá sig í þjálfun með því að smella á vöruna hér fyrir neðan (ath nýtt tímabil hefst hverja helgi og lokast fyrir tímabilið á föstudegi).


Mömmufjarþjálfun styrktar- og þolplan er 4 vikna plan ætluð konum sem eru tilbúnar í styrktar/þol þjálfun hvort sem það er nokkrum vikum eftir fæðingu eða mörgum árum og vilja leggja áherslu á að læra styrkja grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í öllum æfingum í ræktinni og/eða heima með tilteknum æfingatækjum/tólum. Hægt er að lesa nánar um Mömmufjarþjálfun styrktar- og þolplan og skrá sig í þjálfun með því að smella á vöruna hér fyrir neðan (ath nýtt tímabil hefst hverja helgi og lokast fyrir tímabilið á föstudegi).


MM-HIT fjarþjálfun er 6 vikna plan hugsað sem framhaldsplan, það er lagt upp með að vera heimaæfingaplan en hægt að nota það í rækt þar sem það er tekið fram ef þú ert með aðgengi að þrektæki eða öðru. Þetta æfingaplan getur hentað öllum konum sem hafa grunnþekkingu á grindarbotns- og kviðvöðvum.

Hugleiðslupakkinn er 31 dags hugarfarsþjálfun þar sem þú hugleiðir daglega í 7 mínútúr. Markmiðið með hugleiðslupakkanum er að þú tengist þér betur, þekkir betur inn á sjálfan þig og innsæið þitt og nærð þannig að styrkja sjálfan þig. Þetta er ekki hefðbundin hugleiðsla þar sem þú ert að taka eftir hugsunum, leiða þær frá þér og slaka á. Í hugleiðslupakkanum ertu að fara spyrja þig ákveðna spurningu í hverri æfingu og eiga samræður við sjálfan þig. 

Fræðslunámskeið - þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu er 3 tíma hagnýtt rafrænt námskeið þar sem markmiðið eftir námskeiðið er að þú upplifir þig örugga að hreyfa þig á meðgöngunni. Þú færð að prófa þig áfram með ýmsar æfingar (svo lengi sem þú vilt) og er markmiðið eftir námskeiðið að þú hafir þekkingu á grindarbotns- og kviðvöðvum og sért örugg að fara æfa þig að vinna með þessa vöðvahópa.

5 vörur
 • Þjálfun á meðgöngu og fyrstu vikur eftir fæðingu - Fræðslunámskeið
  Verð
  12.990 kr
  Útsöluverð
  12.990 kr
 • Fjarþjálfun með Örnu (hefst helgina 22. janúar)
  Verð
  1.990 kr
  Útsöluverð
  1.990 kr
 • Hugleiðslupakkinn hefst helgina 22. janúar
  Verð
  6.990 kr
  Útsöluverð
  6.990 kr
 • Meðgöngufjarþjálfun (hefst helgina 22. janúar)
  Verð
  9.990 kr
  Útsöluverð
  9.990 kr
 • Mömmufjarþjálfun (hefst helgina 22. janúar)
  Verð
  9.990 kr
  Útsöluverð
  9.990 kr