SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NÁMSKEIÐ Í KVENNASTYRK

Vöruflokkur: Hópeinkatímar

Hópeinkatímar eru annars vegar ætlaðir konum á meðgöngu (óháð því hvað þú ert komin langt) og hinsvegar konum eftir fæðingu (óháð því hvað það er langt frá fæðingu). Skráning að neðan.

Takmörkuð skráning er í hvern hópeinkatíma. Þú þarft ekki að vera komin með hóp heldur getur þú skráð þig ein inn í hópinn. Þegar það stendur UPPSELT er fullt í hópinn.

Hver hópeinkatími er 60 mínútur. Í tímanum förum við yfir helstu þætti sem viðkemur þjálfun á meðgöngu eða eftir fæðingu og er sérstök áhersla lögð á að kenna þér að virkja og slaka á grindarbotnsvöðvum og djúpvöðvum kviðs í æfingum. Þú getur bókað hópeinkatíma með eða án ástandsmati á kviðvöðvum*.

Í hverjum tíma er farið yfir líkamsbeitingu í æfingum, sérstakar grindarbotns/kviðæfingar og/eða kviðæfingar, teygjuæfingar, æfingar til að styrkja mjaðmasvæðið, æfingar með rúllu og kennslu í því hvernig þú getur unnið með grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í helstu æfingum. Ef þú ert að leitast eftir ítarlegri þjálfun á meðgöngu eða eftir fæðingu gæti meðgöngufjarþjálfunmömmufjarþjálfun eða mömmutími hentað.

*Ástandsmat á kviðvöðvum er ekki talið tímabært fyrr en í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu, við getum þó metið ástandið á hvaða tímapunkti sem er á meðgöngunni og eftir fæðing með þeim tilgangi að þú fáir meiri skilning á kviðnum og sjáir hvernig það lítur út þegar þú nærð "tengingu við" djúpvöðva kviðs og þegar þú nærð því ekki.

-
Þeir tímar sem eru í boði núna eru laugardagar kl. 13:30-14:30
Tíminn er haldinn í G-Fit Heilsurækt, Kirkjulundi 19, 210 Garðabær.
-
Þú bókar Hópeinkatíma með því að velja annað hvort MEÐGÖNGU hópeinkatíma eða EFTIR FÆÐINGU hópeinkatíma með eða án ástandsmati á kviðvöðvum (ef þú bókar hópeinkatíma með ástandsmati á kviðvöðvum er tíminn aðeins lengur en klst) hér að neðan og klárar greiðsluferlið. Minnt er á tímann með tölvupósti deginum áður. 
-
Með því að skrá þig í Hópeinkatíma (einkatíma) ert þú að samþykkja eftirfarandi skilmála (smelltu héren þar kemur meðal annars fram að einkatími er aðeins ætlað til persónulegra nota.

Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk