VERTU MEÐ Í FJARÞJÁLFUN

Vöruflokkur: KVENNASTYRKUR

 Líkamsrækt fyrir konur á Strandgötu 33 í Hafnarfirði

 

Tímarnir í Kvennastyrk

BASIC: Basic stendur fyrir grunnþjálfun þar sem unnið er með teygjur, nuddrúlluæfingar og styrktar- og þolæfingar. Lagt er upp með að kenna rétta líkamsbeitingu í æfingum til þess að undirbúa líkamann fyrir frekari þjálfun. Liðleika og styrktaræfingar eru teknar í volgum sal en æfingar í hita getur verið mjög góðar fyrir verki og gigt. Þolæfingar eru teknar í tækjasal. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,-. Kennari tímans er Ale

STYRKUR: STYRKUR leggur upp með ánægju, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu í æfingum. Unnið er með styrktar- og þolæfingar og æfingar sem stuðla að bættri hreyfigetu og líkamsvitund. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku og 3x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,- (2x í vikur) og kr. 24.990,- (3x í viku). Kennari tímans er Arna.

GRUNN-STYRKUR: GRUNN-STYRKUR leggur upp með að efla sjálfstraust og trú á eigin getu í líkamsrækt. Lagt er upp með að virkja gott viðhorf til líkamsræktar, styrkja andlega líðan í gegnum hreyfingu og byggja upp góðan grunn. Unnið er með nudd, hreyfiteygjur, rúll og þol-og styrktaræfingar. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 1x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 10.990,- Kennari tímans er Arna.

MM-Basic: MM-Basic stendur fyrir Meðgöngu- og Mömmu grunnþjálfun þar sem unnið er með grunnstyrktaræfingar fyrir mjaðmasvæðið, grindarbotn, kvið og bak. MM-Basic er ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Lagt er upp með að kenna líkamsbeitingu í ýmsum æfingum til að undirbúa fyrir frekari þjálfun. Notast er við teygjuæfingar, nuddrúlluæfingar, grunnstyrktaræfingar og þolæfingar. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nota grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,-. Kennari tímans er Ale.

MM-FIT: MM-FIT er meðgöngu- og mömmutími í Kvennastyrk þar sem unnið er af meiri ákvefð heldur en í MM-Basic. MM-FIT er ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nota grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 3x í viku og 2x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,- (2x í vikur) og kr. 24.990,- (3x í viku). Kennari tímans er Ale.

Pop-up: Á laugardögum og/eða sunnudögum eru opnir tímar sem hver sem er getur skráð sig í. Það opnar á skráningu á hverjum fimmtudegi kl. 15. Skráning hér að neðan. Hver pop-up tími er á kr. 1.990-2.500,- og eru ýmsir kennarar sem geta boðið upp á tímann, þó oftast kennarar og þjálfarar Kvennastyrks.

Stakur tími: Hægt er að skrá sig í stakan tíma í Kvennastyrk, opnar á skráningar á hverjum föstudegi fyrir næstkomandi viku.

5 vörur
 • Live þjálfun (hefst helgina 16. apríl)
  9.990 kr - 14.990 kr
 • GRUNN-STYRKUR
  Verð
  Uppselt
  Útsöluverð
  10.990 kr
 • Meðgöngu- og mömmuþjálfun
  19.990 kr - 24.990 kr
 • STYRKUR
  19.990 kr - 24.990 kr
 • BASIC
  Verð
  Uppselt
  Útsöluverð
  19.990 kr