Vöruflokkur: KVENNASTYRKUR

 Líkamsrækt fyrir konur á Strandgötu 33 í Hafnarfirði

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA HÉR TIL ÞESS AÐ FÁ TILKYNNINGU ÞEGAR OPNAR FYRIR SKRÁNINGAR Á NÆSTA TÍMABIL, Í EINKATÍMA OG Í LÍKAMSRÆKTINA

 

Næsta tímabil hefst 17. ágúst og OPNAR FYRIR SKRÁNINGAR 12. ÁGÚST. Þá verður hægt að skrá sig á stakt námskeið (2x eða 3x í viku) með aðgang að stöðinni á opnunartíma, eingöngu á stakt námskeið (2x eða 3x í viku) eða eingöngu aðgang að stöðinni á opnunartíma.

 

STUNDASKRÁ TÍMABILIÐ 20. JÚLÍ - 14. ÁGÚST

 

 

Í boði verða eftirfarandi tímar

  • HIT: 45 mín hóptími fyrir allan aldur kenndur 3x í viku ætlaður þeim sem eru vanar að æfa. Blanda af styrktar- og þolæfingum (high intensity training). Ófrískar velkomnar í þennan tíma og fá sér æfingar þegar við á.
  • MM-HIT: 60 mín meðgöngu og mömmutími kenndur 3x í viku ætlaður þeim sem eru vanar að æfa (kríli velkomin með). Unnið er með grindarbotnsvöðva, styrktar- og þolæfingar (high intensity training).
  • Basic: 45 mín hóptími fyrir allan aldur kenndur 2x í viku ætlaður þeim sem eru að byrja aftur eftir hlé og/eða vilja byrja á grunninn áður en haldið er áfram í frekari þjálfun. Unnið er með líkamsstöðuna, grunnstyrktaræfingar og þolæfingar. Ófrískar velkomnar í þennan tíma og fá sér æfingar þegar við á.
  • MM-Basic: 60 mín meðgöngu og mömmutími kenndur 2x í viku ætlaður þeim sem eru að byrja aftur eftir hlé og/eða vilja byrja á grunninum áður en haldið er áfram í frekari þjálfun (kríli velkomin með). Unnið er með grindarbotnsvöðva, líkamsstöðuna, grunnstyrktaræfingar og þolæfingar.
  • 50 ára+: 60 mín hóptími kenndur 2x í viku ætlaður konum 50ára og eldri með blöndu af styrktar- og þolæfingum.
  • STYRKUR: NÝR 60 mín tími með nýjum þjálfara kynntur 12. ágúst

 

Einkatímar eru í boði (ekki nauðsyn að vera með aðgang að stöðinni til þess að skrá þig í einkatíma).

Opnunartími fyrir meðlimi frá og með 17. ágúst: 6:00-21:00 alla virka daga, 8:00-20:30 laugardaga og sunnudaga (líkamsrækt lokar 30 mín fyrr).

0 vörur

Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk