Kynntu þér Kvennastyrk

Vöruflokkur: KVENNASTYRKUR

 Líkamsrækt fyrir konur á Strandgötu 33 í Hafnarfirði

STUNDASKRÁ FYRIR 18. JANÚAR - 13. FEBRÚAR

Um Kvennastyrk

Kvennastyrkur er líkamsræktarstöð fyrir konur þar sem boðið er upp á hvetjandi, faglega og vandaða þjálfun. Markmið Kvennastyrks er að ýta undir ákefðina og hvatann sem býr innra með okkur. Í Kvennastyrk stuðlum við að heilbrigðu sambandi við hreyfingu, vinnum að því að auka trú á eigin getu og njótum á æfingu.

Gildi Kvennastyrks eru:

 • Samheldni 
 • Virðing
 • Metnaður

Samheldni: Í grunninn erum við ein heild í Kvennastyrk. Það er engin fremri en önnur og allir að vinna á sínum hraða. Við leggjum mikið upp úr því að vera ekki að bera okkur sama við hvor aðra eða hvernig við einu sinni vorum heldur að vera stoltar af okkur eins og við erum í dag. Við erum alltaf að gera okkar besta miðað við aðstæður og dagsform og er það hluti af samheldninni að við getum öll staðið saman í því að skapa ómetanlega orku hér í Kvennastyrk.

Virðing: Í Kvennastyrk berum við virðingu fyrir hvor annarri. Allar eigum við okkar eigin sögu og okkar ástæður fyrir því að við erum eins og við erum í dag. Við leggjum upp með að bera virðingu fyrir öllum. Það er engin ein rétt leið að okkur sjálfum og tökum við okkur eins og við erum. 

Metnaður: Rauði þráðurinn í öllu sem við gerum í Kvennastyrk er metnaður. Með miklum metnaði fylgir framúrskarandi þjónusta og fagmennska. Við leggjum mikið upp með að upplifun af vörum og þjónustu hjá Kvennastyrk sé góð og gerum allt í okkar veldi til þess að það verði af því.

Kvennastyrkur var stofnað sumarið 2020 af Sigrúnu Maríu Hákonardóttur. Ástæðan fyrir því að Kvennastyrkur varð til er vegna mikillar eftirspurnar um framhaldsþjálfun eftir mömmutíma og sífelldum biðlistum í meðgöngu- og mömmutímum. Kvennastyrkur hefur síðan þróast út í yndislega starfsemi þar sem fleiri þjálfarar hafa komið inn og haft jákvæð og uppbyggileg áhrif á konur. 

Tímarnir í Kvennastyrk

BASIC: Basic stendur fyrir grunnþjálfun þar sem unnið er með teygjur, nuddrúlluæfingar og styrktar- og þolæfingar. Lagt er upp með að kenna rétta líkamsbeitingu í æfingum til þess að undirbúa líkamann fyrir frekari þjálfun. Liðleika og styrktaræfingar eru teknar í volgum sal en æfingar í hita getur verið mjög góðar fyrir verki og gigt. Þolæfingar eru teknar í tækjasal. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,-. Kennari tímans er Sigrún.

STYRKUR: STYRKUR leggur upp með ánægju, aukið sjálfstraust og trú á eigin getu í æfingum. Unnið er með styrktar- og þolæfingar og æfingar sem stuðla að bættri hreyfigetu og líkamsvitund. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku og 3x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,- (2x í vikur) og kr. 24.990,- (3x í viku). Kennari tímans er Arna (afleysing er Sigrún).

MM-Basic: MM-Basic stendur fyrir Meðgöngu- og Mömmu grunnþjálfun þar sem unnið er með grunnstyrktaræfingar fyrir mjaðmasvæðið, grindarbotn, kvið og bak. MM-Basic er ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Lagt er upp með að kenna líkamsbeitingu í ýmsum æfingum til að undirbúa fyrir frekari þjálfun. Notast er við teygjuæfingar, nuddrúlluæfingar, grunnstyrktaræfingar og þolæfingar. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nota grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 2x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 19.990,-. Kennari tímans er Sigrún.

MM-FIT: MM-FIT er meðgöngu- og mömmutími í Kvennastyrk þar sem unnið er af meiri ákvefð heldur en í MM-Basic. MM-FIT er ætlaður ófrískum konum og konum í fæðingarorlofi þar sem kríli eru velkomin með í tíma. Áhersla er alltaf lögð á grunnstyrk og er byggt ofan á það. Sérstök áhersla er lögð á að kenna grindarbotnsæfingar og að nota grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í æfingum. Skráning hér að neðan eða í Kvennastyrk. Tímarnir eru kenndir 3x í viku, 4 vikur í senn og kostar hvert tímabil kr. 24.990,-. Kennari tímans er Sigrún.

Pop-up: Á laugardögum eru Pop-up tímar þar sem hægt er að skrá sig í stakan tíma. Skráning hér að neðan. Hver pop-up tími er á kr. 2.000-2.500,- og eru ýmsir kennarar sem geta boðið upp á tímann þó oftast Arna og Sigrún.

3 vörur
 • Meðgöngu- og mömmuþjálfun (hefst 18. janúar)
  Verð
  Uppselt
  Útsöluverð
  19.990 kr
 • BASIC (hefst 18. janúar)
  Verð
  19.990 kr
  Útsöluverð
  19.990 kr
 • STYRKUR (hefst 18. janúar)
  Verð
  19.990 kr
  Útsöluverð
  19.990 kr