SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NÁMSKEIÐ Í KVENNASTYRK

Matarþjálfun hefst 8. nóvember

Matarþjálfun hefst 8. nóvember

Verð
Uppselt
Útsöluverð
24.990 kr
Skattur innifalinn
Magn verður að vera 1 eða meira

Matarþjálfun Kvennastyrks er 4 vikna þjálfun með möguleikann á áframhaldandi áskrift

Hvað felst í matarþjálfun?

Matarþjálfun Kvennastyrks mætir þér á þeim stað sem þú ert stödd. Þjálfunin er einstaklingsbundin þar sem allir eru að vinna að mismunandi markmiðum - hvort sem það er að byrja á því að innleiða eina nýja venju, læra inn á matinn þinn, búa til matarplan, koma upp betri venjum þegar kemur að innkaupum eða jafnvel hjálpa þér að finna viljann til þess að bæta matarræðið þitt. Við erum allar á svo mismunandi stað og viljum mæta þér þar sem þú ert stödd. 

Fyrsta tímabilinu verjum við saman til þess að kynnast þér og þínum matarvenjum. Eftir fyrsta tímabilið ættum við að vera komin með gott einstaklingsmiðað plan sem við breytum og bætum svo lengi sem þú ert í þjálfun hjá okkur. Við förum í gegnum þetta saman og á þínum hraða þannig að þessar venjur sem við byggjum verði hluti af þínu daglega lífi. Hugmyndin á bak við það að vera í áskrift í Matarþjálfun Kvennastyrks er að innleiða stigvaxandi venjur til framtíðar og gera þannig smám saman matarhlutann af þínu lífi ánægjulegt.

Hvað er innifalið í matarþjálfun?

  • Aðgengi að þjálfara rafrænt þar sem við vinnum með þér þar sem þú ert stödd.
  • Aðgangur að matarbanka Kvennastyrks sem við nýtum okkur í matarþjálfun.
  • Einstaklingsmiðað plan að tímabili loknu sem við vinnum áfram með þér ef þú heldur áfram í áskrift.

Skráning í matarþjálfun?

Þú skráir þig með því að setja vöru í körfu, kynna þér skilmálana okkar og persónuverndastefnu og klára greiðsluferlið. Fyrsta 4 vikna tímabilið er á kr. 24.990,-. Eftir það býðst þér að skrá þig í áskrift á kr. 12.990,-. Eftir að skráning er móttekin færðu sendan spurningalista sem þú svarar eftir bestu getu. Síðan hefst matarþjálfun á þeim degi sem tímabilið hefst.