
Matarþjálfun Kvennastyrks er 4 vikna þjálfun með möguleikann á áframhaldandi áskrift
Hvað felst í matarþjálfun?
Fyrstu tvær vikurnar kynnumst við þér og þínum matarvenjum. Fyrstu tvær vikurnar heldur þú matardagbók. Þú sendir inn matardagbók eftir viku 1 og færð fyrstu drög að matarplani í kjölfarið. Þú sendir aftur inn matardagbók eftir viku 2 og færð seinni drög að matarplani. Vika 3 og vika 4 fer síðan í að innleiða nýjar venjur hvort sem það á við í tengslum við skipulag, innkaup eða matarhætti.
Eftir viku 4 gefst þér tækifæri á að vera í áskrift á kr. 5.990,- fyrir hvert 4 vikna tímabil. Hugmyndin á bak við það að vera í áskrift í Matarþjálfun Kvennastyrks er að fá hvatningu vikulega, hafa greiðan aðgang að þjálfara í gegnum tölvupóst og þannig leggja upp með að innleiða stigvaxandi venjur til framtíðar og gera matarhlutann af þínu lífi ánægjulegri.
Hvað er innifalið í matarþjálfun?
- Aðgengi að þjálfara rafrænt þar sem við vinnum með þér þar sem þú ert stödd.
- Aðgangur að matarbanka Kvennastyrks.
- Einstaklingsmiðað matarplan byggt á matardagbók og matarbanka Kvennastyrks.
Skráning í matarþjálfun?
Þú skráir þig með því að setja vöru í körfu, kynna þér skilmálana okkar og persónuverndastefnu og klára greiðsluferlið. Fyrsta 4 vikna tímabilið er á kr. 24.990,-. Eftir það býðst þér að skrá þig í áskrift á kr. 5.990,-. Eftir að skráning er móttekin færðu sendan spurningalista sem þú svarar eftir bestu getu. Síðan hefst matarþjálfun á þeim degi sem tímabilið hefst.