Meðgöngufjarþjálfun grunnplan (hefst 16. ágúst)

Meðgöngufjarþjálfun grunnplan (hefst 16. ágúst)

Verð
Uppselt
Útsöluverð
9.990 kr
Skattur innifalinn Sendingarkostnaður reiknaður við staðfestingu.
Magn verður að vera 1 eða meira

Meðgöngufjarþjálfun grunnplan er 4. vikna fjarþjálfun ætluð flestum barnshafandi konum. Þjálfunin leggur áherslu á fræðslu og hefur að geyma æfingar sem eru ætlaðar að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs, mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu með markvissum hætti. ATH tímabundinn aðgangur er að æfingunum í 6 vikur.

Fyrir hvern er þessi þjálfun?

Meðgönguþjálfun grunnurplan er ætluð flestum ófrískum konum, sérstaklega konum sem finna fyrir grindar- mjóbaks- og/eða bakverkjum og eiga þar af leiðandi erfitt með að hreyfa sig. Þessi þjálfun er EKKI ætluð konum sem hafa fengið fyrirmæli frá lækni að mega ekki stunda hreyfingu á meðgöngunni.

Hvenær er þessi þjálfun tímabær?

Þessi fjarþjálfun er tímabær á hvaða tímapunkti meðgöngunnar.

Hvað er innifalið í þjálfuninni?
Það sem fylgir þjálfuninni er dagleg æfing send með tölvpósti í 4 vikur (ath aðgangur að æfingunum er í 6 vikur). Æfingarnar eru allar rólegar grunnstyrktaræfingar.

  • Fjóra daga vikunnar eru sérstakar æfingarútínur ætlaðar að vinna með grunnstyrk. 
  • Einn dag vikunnar eru æfingar frá æfingakerfi Happy Hips með viðbótar grunnstyrktar æfingu.
  • Einn dag vikunnar er hugræn æfing með viðbótar grunnstyrktar æfingu.
  • Einn dag vikunnar er ætlaður skipulagi á matarinnkaupum og sjálfsumhyggju með viðbótar grunnstyrktar æfingu.

Við lok tímabils er hægt að kaupa aftur aðgang að sama plani eða aðgang að Meðgöngufjarþjálfun styrktar- og þolplan vol I ef þú getur og treystir þér til að hefja styrktar/þol þjálfun. ATH það er ræktarútgáfa og heimaútgáfa af öllum styrktar/þol æfingum.

Hvaða tæki/tól þarf fyrir þjálfunina?

Til þess að framkvæma æfingar í planinu þarftu að eiga eftirfarandi æfingadót:

  1. Löng æfingateygja eða sambærilegt
  2. Lítil æfingateygja eða sambærilegt
  3. Nuddrúlla eða sambærilegt
  4. Tveir litlir nuddboltar eða sambærilegt
  5. Blöðrubolti eða sambærileg

Hvernig skrái ég mig í þjálfun?

Þú skráir þig í fjarþjálfun hér að ofan með því að klára greiðsluferlið. Í framhaldið færðu nokkra staðfestingapósta, einn þeirra með afsláttarkóða af vörum sem eru listaðar hér að ofan (ath pósturinn gæti borist í ruslpósti). Þegar tímabilið hefst sunnudaginn 16. ágúst færðu sendan annan tölvupóst með æfingu dagsins og aðgang að æfingaryflirliti. Þú færð síðan sendan staðlaðan tölvupóst daglega þar eftir með æfingu dagsins. ATH þú færð aðeins aðgang að æfingunum í 6 vikur.

Skilmálar

Með því að skrá þig í fjarþjálfun ertu að samþykkja eftirfarandi skilmála (smelltu hér).