Vöruflokkur: Mömmutímar
HÓPTÍMAR HEFJAST Á NÝ Í KVENNASTYRK LÍKAMSRÆKT Á STRANDGÖTU 33 Í JÚLÍ.
Mömmutímar er hópþjálfun 3x í viku, 4 vikur í senn, byggð á æfingakerfi eftir FitbySigrún sem er sérstaklega sniðið að konum eftir barnsburð.
Mömmutímarnir leggja sérstaka áherslu á að vinna með grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs, mjaðmasvæðið og stuðla að góðri líkamsstöðu. Mömmutímarnir eru fyrir allar konur sem hafa gengið með barn og vilja læra að styrkja grindarbotnsvöðva og djúpvöðva kviðs í öllum æfingum óháð því hvað það er langt frá fæðingu. Velkomið að mæta með eða án kríla. Það er einstaklingsbundið hvenær konur treysta sér til að hefja styrktar- og þolþjálfun eftir fæðingu. Ekki er mælt með að hefja Mömmutímana fyrr en í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu.
Markmið námskeiðs
Markmið með Mömmutímunum er að bjóða upp á skemmtilega og krefjandi þjálfun án vandkvæða eins og þvagleka, útbungun í miðlínu kviðs og mjóbaks- og grindarverki. Þessu markmiði er náð með því að:
- Kenna sérstaka öndunartækni við að virkja og slaka á grindarbotnsvöðvum og djúpvöðvum kviðs í æfingum
- Fara vel yfir líkamsbeitingu í öllum æfingum
- Setja fyrir viðeigandi útfærslur af æfingum eftir aðstæðum
*Þjálfun eftir fæðingu getur verið mjög einstaklingsbundin og er því passað upp á að hver og ein fari á sínum hraða, fylgi útfærslum af æfingum sem eru tímabærar og með viðeigandi þyngdir/ákefð. Það getur komið upp að þjálfari meti að leita skuli til sérhæfðs sjúkraþjálfara samhliða þjálfun.*
Þjálfari námskeiðs
Þjálfari námskeiðs er Sigrún Hákonardóttir, sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari
Staðsetning námskeiðs
Námskeiðið er kennt í G-Fit Heilsurækt, Kirkjulundi 19, 210 Garðabær
Tímasetning námskeiðs
Apríl námskeið hefst þriðjudaginn 28. apríl. Það eru tveir hópar, annar kl 9:15-10:15 þriðjudaga og fimmtudaga og hinn kl. 10:20-11:20 þriðjudaga og fimmtudaga. Það er óhefðbundin hópþjálfunartími þar sem þú mætir þegar þér hentar á milli 11:15-13:15 og tekur æfingu dagsins (ath hægt að taka æfingu fram að kl. 13:15). Kríli eru velkomin með í alla tímana.
Skráning
Þú skráir þig hér að neðan með því að smella á vöruna, setja hana í körfu og klára greiðsluferlið.
Verð
4 vikna tímabil er á kr. 19.990,-
Stakur tími er á kr. 2.500,- (ath ástandsmat á kviðvöðvum er aðeins innifalið ef mætt er í amk þrjá tíma).
Skilmálar
Með því að skrá þig á námskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála (smelltu hér).
Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk