SKRÁNING Í KVENNASTYRK Í SUMAR

Vöruflokkur: Þjálfaranámskeið

Þjálfaranámskeið um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu

Námskeið verður haldið 27. mars frá kl. 9-17 og 28. mars frá kl. 11-13 

Takmörkuð skráning á hvert námskeið (6-8 þjálfarar). Þetta námskeið er fyrir þjálfara með reynslu af því að þjálfa konur og eru að leitast eftir að bæta við sig þekkingu í þjálfun og meðgöngu og eftir barnsburð.

Lögð er áhersla á eftirfarandi þætti:

  • Breytingar sem eiga sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu og hvað þarf að hafa í huga (fræðilegt og verklegt). Farið verður yfir nýlegar rannsóknir, tölfræði og prófaðar/sýndar ýmsar æfingar með tilliti til þessara breytinga.
  • Ástandsmat á kviðvöðvum og hvernig er hægt að leiðbeina konum út frá því (verklegt).
Markmiðið með námskeiðinu er að bæta við þekkingu hjá þjálfurum sem starfa með konum (þá sérstaklega barnshafandi konum og konum sem hafa gengið með barn).
Verð námskeiðs: kr. 89.990

Valið er inn á námskeiðið og er hægt að senda inn umsókn hér

Afsakið, það eru engar vörur í þessum vöruflokk