SKRÁNING Í KVENNASTYRK Í SUMAR

Run it Off
Run it Off

Run it Off

Verð
4.990 kr
Útsöluverð
4.990 kr
Skattur innifalinn
Magn verður að vera 1 eða meira

Run it Off - 12 vikna úti æfingaplan

Run it Off hefur það markmið að fá þig til þess að hreyfa þig úti, bæta þol þitt og láta þig hafa gaman af því að blanda saman þol og styrktar æfingum.

 

Fyrir hvern er æfingaplanið?

Run it Off er hugsað fyrir bæði konur og karla, byrjendur jafnt sem lengra komna. Því er skipt niður í þrjú erfiðleikastig. Hvort sem þú hefur aldrei hlaupið/hreyft þig að viti áður eða ert vön/vanur að hlaupa/hreyfa þig er erfiðleikastig til þess að mæta þínum þörfum.

  • Fyrsta erfiðleikastig: Þú ert að byrja að hreyfa þig aftur eftir langt hlé eða ert nýbyrjuð/aður að hreyfa þig.
  • Annað erfiðleikastig: Þú hefur verið að hreyfa þig óreglulega síðustu mánuði.
  • Þriðja erfiðleikastig: Þú ert hefur verið að hreyfa þig reglulega síðustu mánuði.

Þetta æfingaplan er ekki hugsað fyrir ófrískar konur og heldur ekki sem fyrsta æfingaplan eftir meðgöngu.

 

Hvað færðu með þessu æfingaplani?
Þú færð 16 mismunandi æfingadaga og tvær bónus æfingar sem þú getur bætt við í lok æfingar. Önnur bónus æfingin er ætluð að styrkja mjaðmasvæðið og hin er ætluð að keyra púlsinn vel upp (myndbönd við hverja æfingu, skrifleg lýsing við flestar æfingar). Þú færð leiðbeiningar um hvernig á að setja upp Interval Timer app, leiðbeiningar um hvernig á að setja upp Runkeeper app, upplýsingar um líkamsbeitingu eftir því hvort þú ert að ganga, skokka, hlaupa eða spretta. Einnig færðu upplýsingar um beinhimnubólgu og hvernig er hægt að fyrirbyggja hana og æfingayfirlit til þess að fylgjast með framvindu og árangri.

 

Hverskonar æfingar eru í þessu plani?

Run it Off æfingaplan samanstendur af göngu, skokk, hlaup og/eða sprett æfingum (mismunandi eftir erfiðleikastigi) og æfingum sem eru gerðar með eigin líkamsþyngd. Í æfingunum er ýmist unnið með vegalengd, tíma og/eða endurtekningar. Hægt er að skoða þessa æfingu á blogginu til þess að fá hugmynd um hvernig æfingar eru í planinu.

 

Hversu oft getur þú notað æfingaplanið?
Til þess að ná hámarksárangri er mælt með að nota æfingaplanið 4 sinnum í viku og fara í gegnum það þrisvar sinnum,sem gerir 12 vikur í heildina. Eftir þann tíma er æskilegt að skipta um æfingaplan í a.m.k. 4 vikur og síðan er hægt að fara aftur í gegnum Run it Off. Þetta æfingaplan hentar einnig vel samhliða annarskonar hreyfingu (til dæmis jóga eða þungum styrktaræfingum)

 

Hvaða tæki og tól eru notuð í æfingaplaninu?
Það eru engin tæki og tól nauðsynleg í þessu æfingaplani.