Einka(hóp)þjálfun í bílskúrsgymminu með FitbySigrún 2x í viku í 4 vikur

Einkaþjálfun (eða hópeinkaþjálfun) með FitbySigrún er kennd mánudaga og miðvikudaga í bílskúrsgymmi í Hæðahverfinu í Garðabæð. Að auki færðu auka æfingu eða plan til þess að gera sjálf/ur heima, úti (hlaupaæfing) eða í ræktinni og fer það eftir markmiðum hjá hverjum og einum (eða hópnum). Farið er yfir æfinguna/planið í tímanum.

Mæling (ummáls og/eða fitumæling) er í boði í upphafi og þegar talið er tímabært (fer eftir markmiðum) og er framkvæmd innan tímans. Næringaráðgjöf er í boði og er farið yfir það í upphafi og lok tímans þegar verið er að hita upp og/eða teygja en sett eru lítil raunhæf markmið/áskoranir tengt því. 

Þú skráir þig ein eða ef þú ert með 1-2 sem vilja vera með þér. Skráning fer fram í gegnum tölvupóst. Fyrsta tímabilið hefst 17. apríl.

Tímasetningar sem eru lausar er: kl. 6:10 og 7:10. Hægt er að óska eftir tímasetningu eða fara á biðlista með tímasetningu með því að senda póst á fitbysigrun@gmail.com  Hver tími er 50-60 mínútur.

Greiðsla gildir fyrir 4 vikna tímabil eða 8 skipti og er sveigjanleiki í að færa tíma ef þú kemst ekki eða hópurinn kemst ekki. Ef þú ert í hóp þá verða allir í hópnum að færa tímann. 

Um þjálfunina:

Í fyrsta tíma er farið yfir markmið og stöðu (einnig er hægt að senda stöðumat í tölvupósti) og er sett saman þjálfunaráætlun út frá því. Unnið er með að styrkja alla vöðvahópa en sérstaklega sett fyrir auka æfing/ar sem tengjast markmiði hvers og eins. Auka æfing gæti verið göngutúr, hlaupaæfing, æfing fyrir ræktina, spinning, jóga, hóptími á líkamsræktarstöð. Það er gert í samráði við þann sem er í þjálfun. Markmið eru sett tengt matarræði, hugarfari eða öðru þegar við á. Sigrún leggur mikið upp með að byrja smátt og byggja ofaná. Ef þú ert algjör byrjandi að þá er farið hægt í þjálfunina, ef þú ert lengra komin þá er sett upp krefjandi æfing útfrá þínum markmiðum. Það er alltaf tekið mið af dagsforminu.

Skráning

Þú skráir þig með því að senda póst á fitbysigrun@gmail.com og óska eftir tímasetningu (það sem er laust 6:10, 7:10 mánudag og miðvikudaga og láta vita hvort þú sért ein/einn eða með hóp). Einnig er hægt að óska eftir annarri tímasetningu eða skrá sig á biðlista ef það er ekki laust.

Verð:

Einkaþjálfun: kr. 45.000,-

Hópeinkaþjálfun (tveir saman)*: kr. 35.000,- á mann

Hópeinkaþjálfun (þrjú saman)*: kr. 25.000,- á mann

*Hópeinkaþjálfun á aðeins við hjá einstaklingum sem þekkjast.

Meðmæli úr einka/hópeinkaþjálfun 

Sigrún er frábær einkaþjálfari í alla staði. Þegar maður kemur á æfingu hjá henni þá er hún ALLTAF ein stór gleðisprengja sem smitar svo frá sér að ég fór sjálfvirkt í gott skap við að vera í kringum hana og fannst allt í einu skemmtilegt í ræktinni. Hún er með vönduð vinnubrögð, hélt uppi púlsinum og hugsaði samt vel um mína getu og var alltaf með lausnir ef maður gat ekki eitthvað. Allar æfingar voru á netinu þar sem maður gat séð hana gera æfinguna sem hjálpaði verulega þegar maður fór einn í ræktina og tel ég það vera frábær þjónusta.  Lét mann púla og hafa gaman á meðan sem er ný upplifun hjá mér allavega. Ég mæli hiklaust með Sigrúnu, ef þú vilt hafa gaman í ræktinni og einhvern sem passar vel upp á þig á öllum sviðum! 

Pétur Geir Magnússon

 

Sigrún er æðislegur þjálfari! Hún er með frumlegar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Hún er rosa hvetjandi og með vel erfiðar æfingar, en á sama tíma er hún ótrúlega yndæl og þægileg til að æfa með. Hún leggur mikið uppúr góðri líkamsstöðu og góðri andlegri vellíðan – sem ég var einstaklega sátt með. Eftir aðeins einn mánuð með henni fann ég hvernig þolið var betra og stykrurinn meiri. 

Ég fékk matarplan hjá henni sem var stútfullt af girnilegum hugmyndum að hollustu.

Ég mæli klárlega með einkaþjálfun hjá Sigrúnu!

Margrét Hera Hauksdóttir