Hugarfarsnámskeið

Hugleiðslupakkinn - Væntanlegt í jánúar 2020

Hugleiðslupakkinn byggist á óhefðbundri nálgun á hugleiðslu og er eina aðferðin sem hefur skilað mér árangri. Það er mismunandi hvað hentar hverjum og einum, áður en þú skoðar að skrá þig í hugleiðslupakkann skaltu kanna hvort hefðbundin hugleiðsla virkar á þig, t.d. Headspace eða Calm. Ef hefðbundin hugleiðsla virkar skaltu vinna áfram með hana. Ef þú vilt prófa aðra nálgun eða ef hefðbundin hugleiðsla virkar ekki gæti hugleiðslupakkinn verið fyrir þig.

Mitt sanna sjálf rafrænt námskeið - Væntanlegt í júní 2020

2020 verður rafræna námskeiðið Mitt sanna sjálf aðgengilegt. Það byggir á fyrirlestrinum hér að neðan: Þitt sanna sjálf. Rafræna námskeiðinu er ætlað að vinna með þig sjálfa/an, komast betur að því hver þú í raun og veru ert og hvetja þig til þess að tileinka þér venjur sem geta skilað þér árangri.

Þitt sanna sjálf - Frír fyrirlestur

Þitt sanna sjálf er frír fyrirlestur ætlaður til að hvetja þig áfram og deila með þér "leyndarmálinu" á bakvið minn árangur. 

Sigrún hefur haldið hvetjandi fyrirlestra í persónu. Hægt er að fá nánari upplýsingar í gegnum tölvupóst info@fitbysigrun.com.