Líkamsræktaraðgangur

Líkamsræktaraðgangur í Kvennastyrk er með öðrum hætti en annarsstaðar

Það er einungis hægt að kaupa líkamsræktaraðgang í viku 1 og fram að miðvikudag í viku 2 á hverju tímabili. Eftir þann tíma ef keyptur er líkamsræktaraðgangur þá opnast ekki á hann fyrr en næsta 4 vikna tímabil hefst.

Þegar keyptur er líkamsræktaraðgangur ertu skráð í áskrift. Uppsögn á áskrift verður að berast eigi síðar en greiðsluseðlar eru sendir út eða við lok viku 2 á hverju tímabili. Eftir að greiðsluseðlar eru sendir út ertu skráð á næsta tímabil. Nánar um áskriftarsamning í skilmálum.

Til að komast inn í Kvennstyrk þegar starfsmaður er ekki á svæðinu þarf app í símann sem heitir Key4friends. Nánar um appið er í upplýsingapósti þegar keyptur er aðgangur að líkamsræktinni. Ath að það er hljóð- og myndbandsupptaka í gangi.

Umgengisreglur má lesa í skilmálum.

Það má æfa hvenær sem er á opnunartíma, líka þegar hóptímasalurinn er í notkun. Þegar það er námskeið í gangi eru iðkendur einnig að nota tækin frammi en aldrei meira en fimm í einu nema á miðvikudögum frá 18:15-19:05 þá geta verið allt að 10. Það er velkomið að nota hóptímasalinn þegar það er ekkert námskeið í gangi. Opunartími er 6:30-20 virka daga og 9-18 um helgar (og rauða daga).

Með því að skrá þig í líkamsrækt færðu tölvupósta frá okkur, aðgang að laugardagspop-up tímum að kostnaðarlausu og aðra pop-up tíma með afslætti. Einnig getur þú nælt þér í meðlimakort sem veitir þér afslætti á ýmsum stöðum. 

Þær sem eru skráðar á námskeið geta bætt við sig líkamsræktaraðgangi með því að senda tölvupóst á kvennastyrkur@kvennastyrkur.is. 

Tæki og tól sem eru í boði:

  • Assault bike
  • Bike ERG hjól
  • Róðravél
  • Hlaupabretti
  • Trissa
  • Hnébeygjurekki
  • Stangir (10 og 15 kg)
  • Lóðaplötur (1,25-20 kg)
  • Rimlar
  • Bekkir
  • Pallar
  • IntelliRoll
  • Body log kefli
  • Foot log
  • Pilates boltar (litlir og stórir)
  • Nudd boltar
  • Mini bands teygjur
  • Löng æfinga teygja
  • Sippu bönd
  • Handlóð (2-20 kg)
  • Ketilbjöllur (6-24 kg)
  • Slam boltar (3-15 kg)
  • Wall ball (3-12 kg)
  • Kassar
  • Bosu bolti

Áskriftarverð í líkamsrækt: 8.990 kr
Líkamsrækt sem viðbót við námskeið: 3.990 kr / tímabil.

Þú getur skráð þig í líkamsrækt hér