SKRÁNING Í KVENNASTYRK Í SUMAR

Umsagnir

Ef þú hefur nýtt þér það sem FitbySigrún hefur upp á að bjóða (hóptíma, fjarþjálfun, einktaíma, ástandsmat á kviðvöðvum, fræðslunámskeið, vatnsflösku) má bæta við umsögn hér.

Bergrún Finnsdóttir

Hugleiðslupakkinn: Hef engan samanburð en þetta er eitthvað sem hentaði mér og mínum (setti fólk í kringum mig í þetta líka :)) mjög vel. Hugurinn oft á reyki en lærði líka að hafa stjórn á honum eða er enn að læra það og vinna með það. Er jákvæðari og betri í skapinu líka gagnvart mínum nánustu sem oft fengu gusuna ef eitthvað var erfitt.

Nafnlaust

Èg hef verið mjög feimin með kviðin minn eftir meðgöngu og í raun bara mjög meðvituð um hann og lausu húðina. En mér langar svo að sýna þèr árangurinn eftir að ég kom til þín í ástands mat á kviðvöðvunum og ég fékk loksins góðar æfingar til að hjálpa innri kviðvöðvunum að gróa betur saman. Bjóst aldrei við þessum árangri!
En fyrri myndin er tekin í byrjun maí og seinni núna í byrjun október.

Nafnlaust

Takk svo mikið fyrir þennan dásamlega hugleiðslupakka. Þetta er búið að gera mér svo gott, ég er búin að læra svo mikið og ég bara finn svo mikinn mun á mér með hverju skipti. Svo hjálpar þetta svo mikið ef eitthvað kemur uppá hjá manni, að hugleiða og taka stöðuna:) Takk aftur ❤ Og ég hlakka til að halda áfram 😊

Elísabet Birgisdóttir, sjúkraþjálfari

Ég mæli hiklaust með mömmuþjálfuninni hjá Sigrúnu. Hún er metnaðargjörn og það skín langar leiðir áhugi hennar á viðfangsefninu og hún er greinilega vel upplýst og veit greinilega hvað hún er að gera. Ég er búin með eitt námskeið og finn gríðarlegan mun á mér styrktarlega séð svo ég tali nú ekki um andlegu hliðina :) Hún er alltaf með fleiri en eina útfærslu á æfingum þannig æfingarnar henta öllum konum, hvort sem þær eru óvanar hreyfingu eða stutt frá fæðingu eða lengra komnar. Ég er frekar vön að hreyfa mig en þjálfunin hjá Sigrúnu er algjört púl :)

Bergrún Finnsdóttir

Foot log: Elska hana og læt alla sem koma í heimsókn prófa hana sem eru sama sinnis. Fylgdi kennslumyndbandinu í upphafi sem var mjög gott að læra af og núna er þetta orðið að rútínu.

Nafnlaust

Ég vil byrja á því að segja TAKK fyrir þessa gjöf sem þessi hugleiðsluaðferð er! Ég hef aldrei stundað reglulega hugleiðslu en 7 mínútur á dag virtist mjög yfirstíganlegt og gaf ég mér tíma nær daglega. Núna eftir þennan mánuð finn ég MIKINN mun á mér. Mér finnst ég hafa náð toppinum á “fjallinu” með hendur til himins. Ég er mun meðvitaðri um hugsanir mínar og hvaða áhrif hugarfarið hefur á líðan mína, sérstaklega hvernig ÉG HUGSA TI MÍN og trú mína á mig. Þessar samræður sem maður á við sjálfan sig velta upp svörum sem maður býr yfir en eru kannski í undirmeðvitundinni. Ég sé hlutina í nýju og skýrara ljósi og held ótrauð áfram þessari “fjallgöngu” :) Þetta er snilldar “æfingaplan”” fyrir hugann sem svo hefur áhrif á allt annað í lífinu.

Kristín Péturs, leikkona og flugfreyja

Tímarnir hjá Sigrúnu eru í einu orði sagt frábærir! Tímarnir eru aldrei eins og mjög fjölbreyttir og skemmtilegir. Þegar ég byrjaði í tímunum 8 vikum eftir fæðingu fann ég fyrir eymsli í hné því álagið á neðri líkamann var annað en þegar ég var ólétt. Ég fann fljótt að hnéð batnaði með æfingunum og fljótt fann ég ekki fyrir neinum verkjum. Einnig eru æfingarnar byggðar upp þannig að þú getir gert auðveldari útgáfu og erfiðari eftir því hvað hentar hverri og einni og Sigrún er dugleg að koma og minna mann á að fara ekki fram úr sér og athuga bilið hjá manni. Fyrir utan hvað hún er einlæg og yndisleg. Ég held ég hafi aldrei mætt í rækt 4 sinnum í viku fyrr en nú. Takk Sigrún

Sylvía

Èg mæli alveg hiklaust með tímunum hjá Sigrúnu. Èg vissi ekki hvað ég mætti gera eftir fæðingu í ræktinni og hún Sigrún er sko með það allt á hreinu og lætur manni líða mjög vel og taka á því. Tímarnir eru persónulegir og mjög skemmtilegir. Sigrún er algjör snillingur og maður finnur hvað henni finnst gaman að þjálfa og hvað hún hefur mikinn áhuga á því sem hún er að gera. Ef þú getur ekki gert æfinguna í tímanum þá finnur hún alltaf einhverja snilldar lausn fyrir þig það sem þú getur gert í staðinn. Mér finnst líka mjög mikilvægt að hún kennir öndun sem styrkir grindarbotn og ég finn þvílíkan mun. Þessir tímar hafa hjálpað mér mikið í fæðingarorlofinu, hreyfing er orðinn partur af okkar rútínu og við elskum það og einnig er gaman að hitta hinar mömmurnar og lítlu krílin.

Bergrún Finnsdóttir

Ástand á kviðvöðvum: Frábær þjónusta, lærði mikið á þessum stutta tíma og fékk topp einkunn hjá kvennsjúkdómalækni í eftirskoðun.

Embla Rut

Mömmutímarnir eru sjúklega góðir og skemmtilegir timar fyrir nýbakaðar mömmur/ mömmur. Algjör snilld að geta tekið litlu krílin með sér og hreyft sig

Arnþrúður

Frábærir tímar! Greinilega mikill metnaður lagður í þjálfunina og æfingarnar fjölbreyttar, krefjandi og skemmtilegar. Takk Sigrún!

Ástrós Lea

Mjög skemmtileg og fjölbreytt þjálfun í dásamlegu umhverfi. Allar æfingar ótrúlega vel undirbúnar & skipulagðar og svo passar Sigrún rosa vel upp á mann!

Heiðrún Grétarsdóttir, verkefnastjóri og þriggja barna mamma

Besta mömmuþjálfunin. Fjölbreyttir og skemmtilegir tímar. Framúrskarandi kennsla og áhersla á að allar geri æfingarnar rétt þar sem hverri og einni í hópnum er leiðbeint persónulega. Sigrún er einstök, allt sem hún gerir er svo faglegt, unnið af miklum metnaði og hentar nýbökuðum mömmum afar vel.

Sigrún Antonsdóttir

Ég mæli 100% með þessari þjálfun hjá Sigrúnu. Sigrún er metnaðargjörn og leggur mikla ástríðu í það sem hún gerir. Á námskeiðinu veitir hún mjög góðar leiðbeiningar hvernig best er að útfæra hverja æfingu fyrir sig. Hún er fljót að átta sig á því hvað maður getur og skorar á mann að gera meira. Einnig passar hún upp á að maður fari ekki fram úr sjálfum sér og geri æfingarnar rétt. Fràbærir tímar og mæli með að allar sem eru óléttar eða nýbúnar að eiga fari til hennar í þjálfun

Sigurlaug Ása

Mér langaði að þakka innilega fyrir mig. Þú ert alveg á réttri hillu í lífinu, ert svo áhugasöm og metnaðargjörn í því sem þú ert að gera. Reynir að passa uppá að allir séu að gera æfingarnar réttar og líði sem bezt. Svo eru æfingarnar líka svo temmilega erfiðar og skemmtilegar :) Svo ertu bara með svo þægilega og góða nærveru.

Elfa

Ég vil að þú vitir að tímarnir þínir eru algerlega FRÁBÆRIR - og ég myndi hikluast mæla með þeim fyrir allar nýbakaðar mæður.. ekki bara sem fyrsta skref í að koma sér í gang eftir fæðingu heldur líka framan af. Ástæðan fyrir því að ég minnist á það er sú að ég var með töluvert eldra barn heldur en margar þarna og það er algerlega frábært að koma móður og barni í flotta rútínu á þeim tíma sem krílin þurfa það mest (frá þriggja mánað aldri og upp úr). Þú ert æðislegur kennari, tímarnir eru krefjandi og virkilega skemmtilega uppbyggðir. Ég sá sko þvílíkan mun a mér bara eftir einn mánuð - en með betri rútínu kemur betra matarræði osfrv, en eins og þú veist þá helst þetta allt í hendur. Ég hef allavegana verið einn virkilega sáttur kúnni!

Diljá Catherine Þiðriksdóttir, lögfræðingur

Mömmutímarnir eru hands down besta og mesta hreyfing sem ég hef fengið. Æfingarnar eru útpældar, fjölbreyttar og skemmtilegar! Sigrún fylgist svo vel með okkur öllum og passar upp á að við séum að gera allt rétt, sem mér finnst ótrúlega gott og mikilvægt! Þetta er í fyrsta skiptið sem ég hlakka til að mæta á æfingu og svo er ekki verra að hvað litla krílinu finnst sjálfri gaman að mæta og fylgjast með! Gæti hreinlega ekki mælt meira með þessum tímum!

Svandís Ösp, Sjúkraþjálfari

Ég byrjaði í mömmutímum hjá Sigrúnu þegar strákurinn minn var 4 mánaða, ég valdi að fara til hennar í þjálfun því ég var búin að vera að fylgjast með henni á instagram og fannst hún vera með einstaklega góða fræðslu varðandi æfingar eftir meðgöngu. Tímarnir voru vel uppbyggðir og ég gat tekið vel á því án þess að finna fyrir neinum verkjum. Auk þess var mjög góð fræðsla um virkjun grindarbotns í æfingum sem og öndunartækni, ég lærði fullt af Sigrúnu sem ég var ekki búin að læra í mínu námi. Einnig er ekki verra að fá aðstoð með mataræðið og góðar uppskriftir. Ég mæli eindregið með mömmutímunum hjá Sigrúnu ef þú ert að leita eftir að koma þér af stað í þjálfun eftir meðgöngu og vilt fá krefjandi en skemmtilegar og öruggar æfingar.

Svava Dís

Æðislegir tímar, fjölbreyttar æfingar og tíminn líður mjög hratt. Sigrún er líka einstaklega góð að útskýra æfingarnar og leiðbeina

Lilja Kristín Birgisdóttir

Virkilega skemmtilegar æfingar í þægilegu umhverfi þar sem mömmum og krílum líður vel.  

Þorbjörg Matthíasdóttir

Frábær fyrirlestur sem kenndi mér margt um grindarbotns og kviðæfingar eftir barnsburð og útskýrði mjög vel hvernig ætti að byrja að virkja þessa vöðva aftur og æfingar til þess.

Ninja Ýr

Meiriháttar og upplýsandi fyrirlestur! Mjög þakklát fyrir alla fræðsluna og þeirri þekkingu sem Sigrún býr yfir og deilir með öðrum. Ég á 3 börn og hef alltaf æft mikið en ég hafði ekki hugmynd um að ég væri búin að vera að gera illt verra fyrir líkamann minn fyrr en með barn nr.3. Sigrún kom þessu vel frá sér og er dásamlega einlæg :)

Petra Pétursdóttir, forritari

Námskeiðið var mjög upplýsandi og nytsamlegt. Ég fékk góða lýsingu á því hvernig er best að gera æfingar og beita líkamanum eftir fæðingu sem allar konur ættu að heyra um.

Auður

Mjög áhugavert og fræðandi námskeið og mun ég núna strax fara að huga að öndun og grindarbotnsþjálfun meðan ég er ólétt svo það verði auðveldara fyrir mig að komast í gang eftir að ég er búin að eiga.

Pétur Geir Magnússon

Sigrún er frábær einkaþjálfari í alla staði. Þegar maður kemur á æfingu hjá henni þá er hún ALLTAF ein stór gleðisprengja sem smitar svo frá sér að ég fór sjálfvirkt í gott skap við að vera í kringum hana og fannst allt í einu skemmtilegt í ræktinni. Hún er með vönduð vinnubrögð, hélt uppi púlsinum og hugsaði samt vel um mína getu og var alltaf með lausnir ef maður gat ekki eitthvað. Allar æfingar voru á netinu þar sem maður gat séð hana gera æfinguna sem hjálpaði verulega þegar maður fór einn í ræktina og tel ég það vera frábær þjónusta.  Lét mann púla og hafa gaman á meðan sem er ný upplifun hjá mér allavega. Ég mæli hiklaust með Sigrúnu, ef þú vilt hafa gaman í ræktinni og einhvern sem passar vel upp á þig á öllum sviðum!

Harpa Ásgeirsdóttir

Við mæðgur erum svo innilega þakklátar fyrir allar skemmtilegu ræktar stundirnar, ráðleggingarnar og aðstoðina frá þér.

Ég hef alltaf verið mikið fyrir það að hlaupa en eftir fyrri meðgönguna mína (sonur minn er 5 og hálfs árs) lenti ég mjög reglulega í því að finna fyrir miklum þrýsting við hlaupin. Það er svo gaman að segja frá því að ég hef ekki fundið fyrir neinu þrýsting síðan ég náði góðu taki á tækninni sem þú kenndir mér. Í gær hljóp ég í fyrsta skipti 10 km eftir að ég átti stelpuna og það kom ekki neinn þrýstingur. Þetta er svo mikill léttir og svo gaman að finna hversu miklum framförum ég hef náð varðandi grunn styrk og tækni. Fyrir það get ég ekki þakkað þér nægjanlega vel fyrir. Takk fyrir allt.

Jana

Ég fylgdi æfingaplaninu HIT it Off fyrir verðandi og nýbakaðar mæður á meðan ég gekk með fjögurra mánaða son minn og hef auk þess fylgt planinu eftir fæðingu. Planið er fullt af fróðleik og góðum æfingum og það er greinilega unnið af mikilli alúð og metnaði. Hverri æfingu fylgir skýringarmyndband þar sem Sigrún sýnir hvernig á framkvæma æfinguna. Fyrir mér er mikilvægt að svitna vel og það geri ég svo sannarlega þegar ég æfi samkvæmt planinu. Æfingarnar eru fjölbreyttar og þær er alltaf hægt að aðlaga dagsforminu - sem mér finnst mikill kostur, bæði á meðan ég var ólétt og nú þegar sonurinn er kominn í heiminn (halló slitrótti nætursvefn!). Ég mæli heilshugar með HIT it Off fyrir verðandi og nýbakaðar mæður og hlakka til að prófa HIT it Off! ...og Run it Off!

Lilja

Hlaupið var GEGGJAÐ! Gekk svo sjúklega vel og leið ótrúlega vel ALLAN tímann!! :) Ég er svo ógeðslega ánægð með mig að það er ekki fyndið. Markmiðið var að ná að hlaupa þetta á klukkutíma, ég hljóp þetta á 59:39 mín takk fyrir pent!!!

Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með þetta hlaupaplan. Þetta var ótrúlega vel samsett og þægileg og einföld útskýring á öllum æfingum.

Takk ÆÐISLEGA fyrir mig <3

Margrét Hera Hauksdóttir

Sigrún er æðislegur þjálfari! Hún er með frumlegar, fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Hún er rosa hvetjandi og með vel erfiðar æfingar, en á sama tíma er hún ótrúlega yndæl og þægileg til að æfa með. Hún leggur mikið uppúr góðri líkamsstöðu og góðri andlegri vellíðan – sem ég var einstaklega sátt með. Eftir aðeins einn mánuð með henni fann ég hvernig þolið var betra og stykrurinn meiri.

Ég fékk matarplan hjá henni sem var stútfullt af girnilegum hugmyndum að hollustu.

Ég mæli klárlega með einkaþjálfun hjá Sigrúnu!

Rakel Ýr Björnsdóttir

Besti einkaþjálfari sem èg hef farið til!
Hjálpaði svo mikið að hún tók tillit til þess að èg var í engu formi, byrjaði rólega og náði að byggja upp gott þol. Æfingarnar voru skemmtilegar og fjölbreyttar. Svaraði öllum spurningum og er mjög hvetjandi. Sigrún er ekki bara góður einkaþjálfari heldur líka skemmtileg. Mæli með henni við alla sem vilja ná árangri. 

Kristín Gróa Þorvaldsdóttir, tölvunarfræðingur

Ég kom í mömmutíma til Sigrúnar eftir mína aðra meðgöngu. Ég fékk grindargliðnun á meðgöngunni og gekk svo illa að jafna mig eftir fæðingu að göngutúrar með barnavagninn þreyttu mig mjög í grindinni. Æfingarnar hjá Sigrúnu eru þannig að þær henta konum sem eru nýbúnar að eiga barn en eru samt mjög erfiðar og krefjandi ef maður leggur sig fram. Ég var þreytt eftir tímana en mér var aldrei nokkurntíma illt og fann aldrei til í grindinni. Sigrún passar mjög vel upp á að æfingarnar henti jafnt þeim sem eru nýbúnar að eiga og þeim sem eru lengra komnar. Ég hef samanburð við aðra tíma ætlaða nýbökuðum mæðrum og það er himinn og haf á milli þeirra og frábæru tímanna hennar Sigrúnar.

Ingunn Ingvarsdóttir, Klínískur næringarfræðingur

Ég mæli ótrúlega mikið að allar þær mæður sem hafa kost á nýti sér þjálfunina hennar Sigrúnar. Sjálf hreyfði ég mig reglulega bæði fyrir meðgöngu og á meðgöngunni, þegar meðgangan var tæplega hálfnuð þurfti ég að minnka álagið mikið og mætti því í meðgöngusund fram að fertugustu viku. Ég fann þegar ég byrjaði að hreyfa mig aftur eftir meðgönguna hvað ég hafði misst mikinn styrk. Þegar Sigrún auglýsti mömmutímana sína skráði ég mig strax og var með á fyrsta námskeiðinu og þetta bjargaði mér. Þær upplýsingar og æfingar sem hún gefur og kennir manni á námskeiðinu eru dýrmætar og eitthvað sem ég hef notað markvist eftir að ég lauk námskeiðinu. Á sama tíma varð ég miklu öruggari hvar ég stóð líkamlega og hver líkamleg getan mín var á þessum tíma. Ekki skemmir fyrir hversu yndislega nærveru hún hefur og eru vinkonur mínar sem hafa lokið námskeiði hjá henni sammála því. Hún Sigrún er algjört gull!!

Nafnlaust

Mig langaði að byrja a þvi að þakka þer kærlega fyrir þessa frábæru meðgöngutima, eg hef notið svo góðs af þeim þo eg hafi kannski ekki getað mætt eins mikið og eg vildi. Mer liður alltaf sjúklega vel eftir æfingarnar þínar og er svo anægð að hafa komið og getað lært öndunar og grindarbotnstæknina, finn hvað það skiptir miklu mali að fylgja þvi eftir og eg mun svo sannarlega nýta mer það þegar eg fer að æfa sjálf. Fýla lika hvað maður svitnar vel og tekur vel a þvi i þjalfuninni hja þer , gott fyrir keppnismanneskju eins og mig. Þu ert algjör snillingur.

Nafnlaust

Ég lærði svo margt á þessum tímum! Allt öðruvísi og betri þjálfun en sú sem ég fór í eftir að ég átti eldri stelpuna. Vona allra vegna að þú komir aftur í þetta prógram þitt, því það er ekkert annað í boði í nákvæmlega þessum dúr & ég tel mig mjög heppna að hafa geta kynnst þér og þjálfuninni þinni.

Nafnlaust

Mér fannst algjör himnasending að komast að hjá þér, þú ert svo með þetta á alla kanta; fagleg, mikil þekking, einlæg og gefur svo mikið af þér.

Nafnlaust

"Eftir að hafa klárað einungis 20 daga af HIT it Off passa ég aftur í öll fötin mín áður en ég varð ófrísk! Ég get ekki lýst tilfinningunni að vera orðin ég sjálf aftur og það einungis á 20 dögum. Ég finn hvað þolið er orðið betra og hvað ég er búin að styrkjast

Ég mæli með þessu æfingarplani fyrir alla sem vilja taka vel á því og hafa gaman af krefjandi æfingum."

Birna, flugfreyja

Ég byrjaði í meðgönguþjálfun hjá Sigrúnu þegar ég var gengin rúmar 27 vikur. Fram að því hafði ég ekkert hreyft mig á meðgöngunni og velti því fyrir mér hvort ég væri ekki alltof sein að byrja og ætti ekki bara sleppa því úr þessu. Þjálfunin hjá Sigrúnu er byggð þannig upp að hún henti byrjendum jafnt sem lengra komnum og getur maður stjórnað álaginu sjálfur. Þjálfunin hennar er mjög persónuleg og leiðbeinir hún þar sem þörf er á. Hún nær að fylgjast vel með hverjum og einum þar sem hópunum er haldið hæfilega stórum. Sigrún er mjög fær á sínu sviði og er hún meðvituð um að passa vel upp á kviðinn og grindarbotninn á meðgöngunni. Þá eru æfingarnar eru fjölbreyttar og taldar öruggar æfingar á meðgöngu. Mér hefur aldrei þótt jafn gaman að mæta í ræktina og á meðgöngunni þökk sé Sigrúnu og æfði ég út 39 viku. Ég get heilshugar mælt með þessari þjálfun, Sigrún er mjög hvetjandi og það er enginn sem ég myndi treysta jafn vel og henni fyrir að þjálfa mig á meðgöngu og eftir fæðingu.

Edda Rós

Mæli hiklaust með þessu 2ja tíma námskeiði hjá Sigrúnu þar sem hún fer yfir hvernig best er að bera sig að í æfingum eftir fæðingu og breyttri líkamsstöðu eftir meðgönguna. Það var frábært að fá ástandsskoðun á kviðvöðvum í lok námskeiðsins til að átta sig betur á hvað ég þarf að fókusa á og hvernig æfingar sé best að gera til að koma sér í fyrra horf sem fyrst. Takk fyrir mig!

Nafnlaust

Ég byrjaði að fylgja Sigrúnu á instagram fyrir mörgum árum, veit ekki alveg hvernig það atvikaðist þar sem ég þekki hana ekki neitt en mér fannst hún bara með flottan og peppandi account. Við vorum óléttar á sama tíma og hún var virk að setja inn æfingar sem mér fannst mjög hvetjandi að fylgjast með á meðgöngunni og eins fannst mér mjög fræðandi að fylgjast með æfingaferlinu hennar eftir fæðingu. Hún leggur sig alla fram við að aðstoða, setur inn mikla fræðslu og er alltaf tilbúin að svara spurningum. Það sem mér finnst stærsti kosturinn er hversu ótrúlega ekta hún er! Það er svo sannarlega engin sölutrix í gangi og hún hefur virkilega mikinn metnað fyrir því sem hún er að gera. Ég hef keypt hjá henni hlaupaprógram og það var virkilega vel upp sett og úthugsað. Nýlega fór ég á námskeið hjá henni um þjálfun eftir fæðingu og þar kom það bara enn frekar í ljós sem ég hafði séð í gegnum netið, ekta og metnaðarfull í því sem hún er að gera. Ég sé alls ekki eftir að hafa farið á námskeiðið og mæli bara 100% með Sigrúnu, hún veit alveg hvað hún er að segja og gera!

Nafnlaust

Frábært námskeið! Upplýsandi og nytsamlegt! Sigrún hefur notalega nærveru og kemur efninu vel frá sér.

Nafnlaust

Mæli hiklaust með að fara á námskeið hjá Sigrúnu. Mjög fróðlegt og gagnlegt. Sigrún er afar fær í sínu fagi, fagleg og einlæg. Það skín í gegn hvað hún brennur fyrir það sem hún er að gera og skilar hún því vel frá sér.

Ninja Ýr, 3ja barna móðir

Mæli eindregið með einkatímum hjá Sigrúnu og bara Sigrúnu almennt! Eftir að hafa kynnt mér fræðin sjálf, eftir fæðingu 3ja barns þá lærði ég tæknina og líkamsbeitingu mikið betur í tíma hjá Sigrúnu. Eina sem ég heyrði eftir fæðingu eldri barna var að gera gömlu grindarbotnsæfingarnar en ekkert varðandi kviðinn. Æfingarnar sem ég gerði í nokkur ár þar á eftir gerðu illt verra. Þrátt fyrir það hef ég núna náð þvílíkum framförum og þá skiptir rétt tækni öllu máli!

Aðalheiður Ýr

Mæli hiklaust með Sigrúnu sem þálfara hún er áhugasöm og algjör fagmaður í því sem hún er að gera.

Margrét Helga Gunnarsdóttir

Mjög áhugavert og fræðandi námskeið hjá Sigrúnu. Hún kemur efninu vel frá sér og greinilegt að hún hefur mikinn áhuga á málefninu og er umhugað um að þekkingin nái til sem flestra. Mæli með þessu fyrir allar konur sem hyggjast eignast barn og gera þessar æfingar eftir fæðingu. Takk fyrir mig.

Hrönn

Ég hitti Sigrúnu í einkatíma 5 mánuðum eftir fæðingu, en ég fann merkjanlega að ég hafði minni styrk í kjarna eftir meðgönguna. Ég hafði þá upplifað verki vegna togs á bandvef milli magavöðva (diastsis recti) á meðgöngu en upplifað lítinn skilning þar til ég hitti Sigrúnu. Ég mæli heilshugar með tímum hjá Sigrúnu þar sem hún hefur víðtæka þekkingu á efninu og setur upp markvisst æfingaplan með áherslu á að æfa grindarbotn og kjarna sem leggur góðan grunn til að ná fyrri styrk. Sigrún sjálf er frábær og býður upp á góða ráðgjöf í afslöppuðu umhverfi ásamt eftirfylgni.

Kamilla

Mömmufjarþjálfunin hjá FitbySigrun var einmitt það sem ég þurfti til að koma mér af stað í ræktinni eftir fæðingu. Æfingarnar voru skemmtilegar, krefjandi og fjölbreyttar og ég hlakkaði til að opna æfingu dagsins á hverjum degi! Það er svo frábært að taka smá tíma fyrir sjálfan sig sem er búið að undirbúa fyrir mann. Fyrir þá daga sem maður komst ekki úr húsi var svo hægt að gera heimaútgáfuna! Sigrún svarar öllum spurningum um hæl og leggur mikinn metnað í þjónustuna sína Þvílík snilld sem ég get 110% mælt með.

Elísabet

Mjög fagleg og góð þjálfun hjá Sigrúnu. Bjóst við miklu eftir umsagnir sem eg las sjálf en þetta var svo miklu miklu meira en það. Þvílíkt góð fræðsla og er svo miklu meðvitaðri um allt tengt grindarbotnsvöðvum og líkamsbeitingu. Mæli 100% með.

Auður

Stóðst algjörlega mínar væntingar og mæli ég 100% með þessari fjarþjálfun! Rosalega sniðugt og hjálplegt að fá myndband með hverri æfingu! Grunnþjálfunin eftir fæðingu var algjört must fyrir mig og mun þetta klárlega hjálpa mér að komast aftur af stað í frekari líkamsrækt.

Sunna

Fjarþjálfunin stóðst allar mínar væntingar! Þú ert að gera svo ótrúlega góða hluti með þessari þjálfun og þetta hjálpaði mér mjög mikið að byrja að hreyfa mig aftur eftir fæðingu á skynsaman hátt. Þú hefur greinilega lagt mikla vinnu í þetta, allt efni var mjög aðgengilegt og það var algjör snilld þegar þú bættir við valinu um heimaæfingarnar inn í prógrammið!