Ráðgjöf - væntanleg

  • 50-60 mín ráðgjöf þar sem fyrstu 30 mín fara í viðtal og restin af tímanum fer í slökun og uppbyggingu þar sem notast er við ávinningsleið dáleiðslunnar og/eða jóga nidra aðferð. Hægt er að nýta þessa tíma ef þig vantar ráðgjöf varðandi náms og starf "hvað þú átt að gera í lífinu", tengt markmiðum eða styrkja það sem þú vilt styrkja hjá þér. Við lok tímans er lagt til hversu marga tíma er mælt með og með hve löngu millibili, það fer allt eftir því hvað kemur fram í tímann.
  • 2,5-3 klst úrvinnsluráðgjöf, eða það sem kallast meðferðardáleiðsla byggt á aðferðafræði hugrænnar endurforritunar. Þá er unnið með ákveðinn vanda sem þú vilt bæta eða losna við. Notast er við dáleiðslu innleiðingu og aðferðafræði hugrænnar endurforritunar við úrvinnslu. Við lok tímans er lagt til hversu marga tíma er mælt með og með hve löngu millibili, það fer allt eftir því hvað kemur fram í tímann.
  • 2-3 klst hópráðgjöf þar sem boðið er upp á vinnustofur undir Mitt sanna sjálf. Þú getur skráð þig á þá vinnustofu sem þú vilt bæta við þig. Tíminn fer í fræðslu, vinnu og síðan djúpslökun og styrkingu í lokin.