Skilmálar

Kaup á æfingaplani, fjarþjálfun, námskeiði, einkatíma og vöru hjá FitbySigrún ehf. er háð eftirfarandi skilmálum. Kaupendur eru hvattir til þess að skoða skilmálana vandlega áður en þeir leggja inn greiðslu.

Með því að kaupa æfingaplan, fjarþjálfun, námskeið eða einkatíma ertu að samþykkja að frýja Sigrúnu María Hákonardóttur, FitbySigrún ehf, www.fitbysigrun.com allri ábyrgð ef þú skyldir slasa þig á æfingu. FitbySigrún ehf. ber ekki ábyrgð á neinum meiðslum sem gætu átt sér stað á meðan á æfingum stendur. Þar sem Sigrún er ekki á staðnum til þess að gæta þess að æfingar séu gerðar réttar fylgir myndband af öllum æfingum (í flestum tilfellum með skriflegri lýsingu á því hvernig eigi að framkvæma æfinguna). Ef þú kaupir æfingaplan eða fjarþjálfun og ert óviss um hvernig eigi að framkvæma einhverja æfingu eftir að hafa séð myndbandið og lesið skriflegu lýsinguna af æfingunni (þegar við á), sendu þá tölvupóst á info@fitbysigrun.com til þess að fá nánari skýringu eða ráðfærðu þig við færan einkaþjálfara sem getur leiðbeint þér með rétta tækni. Ef þú ert með einhverja sögu af meiðslum eða öðrum læknisvandamálum skalt þú ráðfæra þig við lækni og tryggja að þú getir fylgt æfingaplani og fjarþjálfun. Ekki er mælt með æfingarplani og fjarþjálfun ef þú ert ekki við góða heilsu og hefur ekki stundað líkamsrækt áður. Með því að greiða fyrir FitbySigrún ehf. æfingaplan, fjarþjálfun, á námskeið eða í einkatíma ert þú að ábyrgjast að þú sért lögráða (eða hefur leyfi foreldra til þess að kaupa þetta æfingaplan) og ert að samþykkja þessa skilmála. 

FitbySigrún ehf. tryggir ekki árangur af æfingaplani, fjarþjálfun, námskeiði eða einkatíma. 

Höfundaréttur

FitbySigrún ehf. er höfundur af öllu efni sem fram kemur í æfingarplani (uppsetningu æfinga, myndböndum, lýsingum á æfingum og öðru efni sem fylgir), námskeiði (uppsetningu, leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir), fjarþjálfun (uppsetningu æfinga, myndböndum, lýsingum á æfingum og öðru efni sem fylgir) og einkatíma (leiðbeiningu og öðru efni sem fylgir). FitbySigrún ehf. er hönnuður af þeim vörum sem eru í sölu. Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem FitbySigrún ehf. æfingaplan, námskeið, einkatími og fjarþjálfun hefur að geyma. Hvert æfingaplan, pláss á námskeið, í fjarþjálfun og einkatíma er ætlað sölu til einstaklinga. Það er aðeins ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án skriflegs leyfis í tölvupósti frá FitbySigrún ehf.: info@fitbysigrun.com.

Greiðslur og sendingarmáti

Æfingarplön, skráning á námskeið, skráning í fjarþjálfun, skráning í einkatíma og vörur eru greidd í ISK. Verð getur breyst án fyrirvara. Allar greiðslur berast FitbySigrún (FitbySigrún ehf. Kt. 510119-0960, VSK 133555) og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu Korta (Kortaþjónustan hf. Kt. 430602-3650). Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.korta.is. Þegar greiðsla hefur borist fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá Korta og FitbySigrún. Æfingaplan er sent með tölvupósti, minnt er á námskeið og einkatíma deginum áður en það hefst með tölvupósti og er haft samband vegna fjarþjálfun að minnsta kosti fimm dögum áður en tímabilið hefst. Ef vara er keypt er hægt að velja að sækja hana hjá Gorilla House samdægurs, Suðurlandbraut 4, 108 Reykjavík, frá kl. 13-18 virka dag, fá heimsent á höfuðborgarsvæðinu samdægurs eða næsta virka dag milli kl. 18-21 virka daga, eða sótt á næsta pósthús 3-5 virka daga eftir að vara er keypt (sjá opnunartíma pósthúsa).

Skilaréttur og endurgreiðsla
Eftir að æfingaplan hefur verið greitt er ekki hægt að fá endurgreitt. Hægt er að fá endurgreitt fyrir skráningu í fjarþjálfun í síðasta lagi 6 dögum áður en tímabilið hefst. Hægt er að fá endurgreitt á námskeið og einkatíma 48 tímum áður en námskeið eða einkatími hefst. Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, gefið að varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var keypt. Til þess að óska eftir endurgreiðslu skal senda tölvupóst á info@fitbysigrun.com með nafn, kennitölu og ástæðu fyrir skilum.