Skilmálar
Skilmálar
1. Almennt
FitbySigrún.com er í eigu Sigrúnar Maríu Hákonardóttur (kt. 020290-3749) sem sér um sölu á vörum og þjónustu. Kaup á vöru, hugleiðslupakka, stakri hugleiðslu upptöku, jóga nidra dáleiðslupakka, stakri jóga nidra dáleiðsluupptöku, æfingapakka (æfingaplön, fjarþjálfun), matarpakka, mitt sanna sjálf vinnustofur, skipulagspakka, einkaþjálfun, hópeinkaþjálfun eða einkatími (ástandsmat á kviðvöðvum, fitu- og ummálsmæling, ráðgjöf) eða annarri þjónustu hjá FitbySigrún.com er háð eftirfarandi skilmálum. Eftirfarandi skilmálar kveða m.a. á um réttindi og skyldur kaupenda og því hvattir til þess að lesa þá gaumgæfilega yfir áður en greiðsla er lögð inn. Skilmálar þessir eru í gildi eftir að vara er keypt.
Með kaupum á hverskyns vöru eða þjónustu samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.
2. Skyldur kaupanda
Með kaupum á fjarþjálfun staðfestir viðkomandi að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og sé með því ekki að stofna heilsu sinni í hættu. Iðkendur eru á eigin ábyrgð eftir að þau kaupa fjarþjálfun og ber FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum iðkanda á æfingu. Með kaupum þessum er FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir firrt allri ábyrgð af slíkum slysum eða meiðslum.
Við kaup á fjarþjálfun fylgja myndbönd af æfingum en sé iðkandi óviss um hvernig framkvæma eigi æfinguna getur hann sent tölvupóst á fitbysigrun@gmail.com til þess að fá nánari skýringu.
Iðkandi er hvattur til þess að hlusta vel á líkama sinn, hætta æfingu eða láta vita ef æfingin veldur óþægindum eða hentar ekki. Einnig ef iðkandi hefur sögu um meiðsl eða önnur heilsufarsvandamál er hann hvattur til þess að ráðfæra sig við lækni/sjúkraþjálfara til að tryggja að hann geti fylgt þjálfun. Ekki er mælt með fjarþjálfun ef iðkandi er ekki við góða heilsu og hefur ekki stundað líkamsrækt áður.
FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir tryggir ekki árangur af fjarþjálfun (hugleiðslupakka, jóga nidra dáleiðslupakka, æfingapakka, matarpakka, mitt sanna sjálf vinnustofur, skipulagspakka), einkatímum (einkaþjálfun, hópeinkaþjálfun, ástandsmat á kviðvöðvum, fitu- og ummálsmælingu). FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir tryggir ekki styrkingu á kvið- og grindarbotnssvæðinu, þyngdartap/fitutap, þyngdaraukingu/styrk, meira þol og/eða árangur af hugarfarinu. Árangur tekur tíma og fer eftir því hversu vel/oft iðkandi fylgir plani ásamt öðrum þáttum sem geta verið að spila inn í. Ef iðkandi fylgir ekki plani er hann ekki að fara fá útúr fjarþjálfun/einkatíma eins og er ætlast til. Að tileinka sér það sem FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir leggur upp með tekur tíma.
3. Höfundaréttur
Sigrún María Hákonardóttir/FitbySigrún er höfundur af öllu efni sem fram kemur í fjarþjálfun og einkatíma (uppsetningu æfinga, myndböndum sem fylgir, lýsingum á æfingum sem fylgir og öðru efni sem fylgir). Sigrún María Hákonardóttir/FitbySigrún er hönnuður af þeim vörum sem eru í sölu (Ritleiðsla (einkaleyfi), PEPPmolar). Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem Sigrún María Hákonardóttir/FitbySigrún fjarþjálfun (hugleiðslupakkinn, jóga nidra dáleiðslupakkinn, fjarþjálfun, matarþjálfun, skipulagspakkinn, Mitt sanna sjálf vinnustofur) og einkatími (einkaþjálfun, hópeinkaþjálfun, ástandsmat á kviðvöðvum, fitu- og ummálsmæling, ráðgjöf) hefur að geyma.
Hver skráning í fjarþjálfun og einkatíma er aðeins ætlað til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án leyfis.
4. Greiðslur og sendingarmáti
Fjarþjálfun, einkatíma og vörur sem eru afgreiddar á www.fitbysigrun.com eru greidd í ISK og framkvæmdar á www.fitbysigrun.com. Verð getur breyst án fyrirvara. Fjarþjálfun sem er afgreidd á www.fitbysigrun.mykajabi.com er greidd í USD. Verð í ISK breytist eftir gengisbreytingum og getur verð breyst án fyrirvara.
Allar greiðslur berast FitbySigrún á www.fitbysigrun.com (Sigrún María Hákonardóttir. kt. 020290-3749) og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu SaltPay, kt. 440686-1259. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.saltpay.is (athuga að persónuupplýsingum sem tengjast greiðslu á vöru er deilt með Saltpay til þess að greiðsla geti átt sér stað). Þegar greiðsla hefur borist í gegnum heimasíðuna fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá SaltPay og FitbySigrún. Greiðslur sem berast FitbySigrún á www.fitbysigrun.mykajabi.com (Sigrún María Hákonardóttir. kt. 020290-3749) eru gerðar í gegnum greiðslusíðu PayPal. Nánari upplýsingar um skilmála má finna á www.paypal.com
Ef vara er keypt er hægt að fá hana senda á næsta pósthús (gegn greiðslu) eða með heimsendingu (gegn greiðslu) í gegnum þjónustu Póstsins. Persónuupplýsingum sem þú deilir á þessari síðu (nafn, heimilisfang, tölvupóstfang og síma) sem tengjast sendingunni er deilt með Póstinum (Íslandspóstur kt. 701296-6139) sjálfkrafa þannig að varan geti verið afgreidd. Afgreiðsla sendinga þegar sótt er á næsta pósthús er um 2-5 virka daga og um 1-3 virka daga þegar um heimsendingu er að ræða. Nánari upplýsingar má finna inn á www.postur.is (pakki pósthús eða pakki heim).
4a. Áskrift
Mánaðaráskrift á sér stað með skráningu í Fjarþjálfun á www.fitbysigrun.mykajabi.com og dregst greiðsla af korti sem er uppgefið í gegnum PayPal í USD í hverjum mánuði frá fyrsta greiðsludegi. Ef segja á upp áskrift þarf að senda póst á fitbysigrun@gmail.com. ATH ekki er hægt að fá endurgreiðslu þegar að greiðsla er dregin af korti. Engin binding er á mánaðar áskriftinni annað en að þegar greiðsla er dregin af korti mánaðarlega þýðir það að þú hafir greitt fyrir næsta mánuð og er ekki hægt að fá endurgreitt fyrir þann mánuð sem búið er að greiða fyrir.
5. Skilaréttur og endurgreiðsla
Fjarþjálfun fæst ekki endurgreidd ef búið er að opna á þjálfunina. Hægt er að fá endurgreitt fyrir skráningu í fjarþjálfun og einkatíma 24 tímum áður en fjarþjálfun og einkatími hefst. Eftir að fjarþjálfun eða einkatími hefst er ekki hægt að fá endurgreitt eða flytja yfir á annan tíma. Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, ef varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var keypt. Til þess að óska eftir endurgreiðslu á vöru skal senda tölvupóst á fitbysigrun@gmail.com með nafni, kennitölu, reikningsnúmeri og ástæðu fyrir skilum.
6. Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Heimili og varnarþing FitbySigrún er að Draumahæð 8, 210 Garðabær.
7. Áskilnaður um breytingar
FitbySigrún/Sigrún María Hákonardóttir áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Taka þær breytingar gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir á heimasíðu FitbySigrún.