Vertu með í Fjarþjálfun KVENNASTYRKS! Hefst um helgina!

Starfsfólk

Hugmyndin að FitbySigrún byrjaði á Instagram árið 2014 þegar ég byrjaði að deila hugmyndum af æfingum og uppskriftum. Á næstu fimm árum bætti ég við mig einkaþjálfaraprófi, hóptímakennaraprófi, réttindum til þess að þjálfa konur á meðgöngu og eftir fæðingu (Prenatal and Postnatal Exercise Specialist Certification) og réttindi til að þjálfa á nuddrúllur (Primary Myofascial Release Certification). Þess fyrir utan er ég með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MA gráður í náms- og starfsráðgjöf.

Í byrjun árs 2018 stofnaði ég þessa vefsíðu til þess að bjóða upp á æfingaplön. Sama ár byrjaði ég einnig með meðgöngu- og mömmutíma þar sem ég býð upp á eigið æfingakerfi fyrir markvissa þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu. 2019 byrjaði ég að bjóða upp á markvissa fjarþjálfun fyrir verðandi mæður og mæður: Meðgöngufjarþjálfun og Mömmufjarþjálfun.

Í lok árs 2018 hélt ég minn fyrsta fyrirlestur um þjálfun eftir fæðingu, en slíkur fyrirlestur hefur ekki verið í boði á Íslandi áður að því er ég best veit. Byrjun árs 2019 þróaðist fyrirlesturinn út í fræðslunámskeið þar sem aðal áherslan er að kenna tækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og kviðvöðvum. Í framhaldi af því fór ég einnig að bjóða upp á einkatíma sem hafa þróast út í ástandsmat á kviðvöðvum.

Mín helsta ástríða er að fá að vinna með ófrískum konum og mæðrum, miðla minni þekkingu og reynslu til þeirra með góðri leiðsögn, krefjandi og skemmtilegum æfingum og fá þannig að vera hluti af ómetanlegum árangri.

Hægt er að lesa umsagnir um þá þjálfun/þjónustu/vörur sem ég er að bjóða upp á hér.

Umfjallanir:

Lífið fékk nýjan tiljang. Sjá HÉR.

Hvaða kviðæfingar er hægt að gera á meðgöngu og eftir fæðingu? Sjá HÉR.

Hvað er til ráða við grindarverkjum á meðgöngu og eftir fæðingu? Sjá HÉR.

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnum. Sjá Sigrún María einkaþjálfari með hugmyndir að hollu nestu fyrir fólk á ferðinni. Sjá HÉR.

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir æfingum sem hægt er að gera hvar sem er. Sjá HÉR.

Skemmtilegt heilsuspjall við Instagrammarann @FitbySigrún. Sjá HÉR.

Workout of the week. Sjá HÉR.

Ljósmyndari: Berglind Jóhannsdóttir

Arna Vilhjálmsdóttir, þjálfari

Arna er þjálfari Kvennastyrks og sér um að kenna Styrkur og býður einnig upp á fjarþjálfun og er með yfirumsjón yfir því.

Dröfn Hreiðarsdóttir, jógakennari

Dröfn er jógakennari Kvennastyrks og sér um að kenna morgun og síðdegisjóga í Kvennastyrk.

Helga Reynisdóttir, ljósmóðir, fyrirlesari

 

Helga er ljósmóðir Kvennastyrks og sér um fæðingafræðslunámskeið. 

Sigrún María Hákonardóttir, framkvæmdastjóri, þjálfari

Sigrún er stofnandi Kvennastyrks og sér um að reka stöðina. Hún kennir Basic tímana í Kvennastyrk og er einnig sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari og sér því um meðgöngu- og mömmuþjálfunina (námskeið, fjarþjálfun, fræðslunámskeið, þjálfaranámskeið). Hún er hönnuður af Bellu og Flaskan vatnsflöskum og útgefandi af bókinni ____. Einnig er hún höfundur hugleiðslupakkans og þitt sanna sjálf námskeið.

Sólveig Helga Hákonardóttir, verkefnisstjóri, þjálfari

Sólveig er verkefnisstjóri Kvennastyrks og sér ýmsa hluti sem viðkemur rekstrinum. Hún er einnig þjálfari HIT tímana í Kvennastyrk.