Starfssemi
Um Kvennastyrk
Kvennastyrkur er líkamsræktarstöð fyrir konur á Strandgötu 33 í Hafnarfirði þar sem boðið er upp á hvetjandi, faglega og vandaða þjálfun. Kvennastyrkur heldur einnig úti netverslun með heilsutengdum vörum og sendum við frítt á pósthús/póstbox hvert á land sem er.
Markmið Kvennastyrks er að ýta undir ákefðina og hvatann sem býr innra með okkur. Í Kvennastyrk stuðlum við að heilbrigðu sambandi við hreyfingu, vinnum að því að auka trú á eigin getu og njótum á æfingu.
Gildi Kvennastyrks eru:
- Samheldni
- Virðing
- Metnaður
Samheldni: Í grunninn erum við ein heild í Kvennastyrk. Það er engin fremri en önnur og allir að vinna á sínum hraða. Við leggjum mikið upp úr því að vera ekki að bera okkur sama við hvor aðra eða hvernig við einu sinni vorum heldur að vera stoltar af okkur eins og við erum í dag. Við erum alltaf að gera okkar besta miðað við aðstæður og dagsform og er það hluti af samheldninni að við getum öll staðið saman í því að skapa ómetanlega orku hér í Kvennastyrk.
Virðing: Í Kvennastyrk berum við virðingu fyrir hvor annarri. Allar eigum við okkar eigin sögu og okkar ástæður fyrir því að við erum eins og við erum í dag. Við leggjum upp með að bera virðingu fyrir öllum. Það er engin ein rétt leið að okkur sjálfum og tökum við okkur eins og við erum.
Metnaður: Rauði þráðurinn í öllu sem við gerum í Kvennastyrk er metnaður. Með miklum metnaði fylgir framúrskarandi þjónusta og fagmennska. Við leggjum mikið upp með að upplifun af vörum og þjónustu hjá Kvennastyrk sé góð og gerum allt í okkar veldi til þess að það verði af því.
Kvennastyrkur var stofnað sumarið 2020 af Sigrúnu Maríu Hákonardóttur. Ástæðan fyrir því að Kvennastyrkur varð til er vegna mikillar eftirspurnar um framhaldsþjálfun eftir mömmutíma og sífelldum biðlistum í meðgöngu- og mömmutímum. Kvennastyrkur hefur síðan þróast út í yndislega starfsemi þar sem fleiri þjálfarar hafa komið inn og haft jákvæð og uppbyggileg áhrif á konur.
Starfsfólk
Sigrún María Hákonardóttir, eigandi Kvennastyrks og þjálfari
Sigrún er stofnandi og eigandi Kvennastyrks. Sigrún sér um reksturinn og er yfirþjálfari MM-Basic, MM-Fit og Basic tímana. Hún sér um að búa til æfingar fyrir þá tíma í góðri samvinnu við þjálfara námskeiðs. Hún sér einnig um allt sem viðkemur MM-Fjarþjálfun og Matarþjálfun Kvennastyrks. Sigrún hefur lokið B.Sc. námi í viðskiptafræði, MA námi í náms- og starfsráðgjöf, einkaþjálfaraprófi, meðgöngu- og mömmuþjálfaranámi, hóptímakennaraprófi, Bandvefslosunarnámi og Level 1 og 2 frá æfingakerfi Metabolic Ísland. Hún er einnig skráð í næringarráðgjafanám.
Sigrún hefur þróað sérstakt æfingakerfi í meðgöngu- og mömmutímum sem er að finna í MM-Basic, MM-Fit, MM-Fjarþjálfun, einkatímum og á þjálfaranámskeiði. Hún er hönnuður af Bellu og Flöskunni vatnsflöskum og útgefandi af dagbókinni Ritleiðsla og bókinni PEPPmolar. Einnig er hún höfundur hugleiðslupakkans. Sigrún heldur einnig úti podcastinu Pepp Fundir.
Þess fyrir utan er Sigrún þriggja barna móðir, eiginkona og hefur brennandi áhuga á öllu sem viðkemur andlega og líkamslega heilsu.
Arna Vilhjálmsdóttir, þjálfari og starfsmaður
Arna er þjálfari og starfsmaður í Kvennastyrk og er yfirþjálfari í Styrk. Hún stofnaði Grunn-Styrk tímana í Kvennastyrk. Arna er 31 árs gamall sagnfræðingur og einnig með BA- gráðu í ensku. Hún hefur starfað sem grunnskólakennari síðan 2018 og er í M.Ed. námi til þess að öðlast kennsluréttindi. Hún er einnig í einkaþjálfaranámi frá NASM en hún byrjaði í því námi árið 2020. Arna hóf störf í Kvennastyrk sumarið 2020 eftir að hafa ,,þekkt” Sigrúnu í 4 ár. Arna hefur gríðarlegan áhuga á hreyfingu og því að efla hreyfigleðina hjá konum og fólki almennt, eftir að hafa lent algjörlega á vegg aðeins 26 ára gömul. Eftir það þurfti hún að endurskilgreina margt í lífinu og hefur lært það að hreyfingin er hennar mesti máttur og lykilatriði þess að vera heilbrigður bæði á líkama og alls ekki síður á sál. Hún brennur fyrir því að hvetja konur til þess að gera hluti sem þær halda að þær geti ekki, stíga örlítið út fyrir kassann og þannig uppgötva að þær séu megnugar um hluti sem þær þorðu ekki einu sinni að vona að þær gætu. Arna kennir Styrk í Kvennastyrk.
Sólveig Helga Hákonardóttir, þjálfari og starfsmaður
Sólveig er þjálfari og starfsmaður Kvennastyrks og sér um almennan rekstur á stöðunni ásamt því að þjálfa Basic, MM-Fit og MM-Basic tímana. Hún er að ljúka námi hjá NASM í einkaþjálfun og hefur lokið meðgöngu- og mömmuþjálfunarnámskeiði hjá FitbySigrún. Sólveig er menntaður grunnskólakennari með áherslu á mat, menningu og heilsu. Þess fyrir utan er hún eiginkona og tveggja barna móðir.
Auður Bergdís Snorradóttir, jóga- og pilates kennari
Guðrún Linda Pétursdóttir Whitehead, þjálfari
