Þjálfaranámskeið - Meðgöngu- og mömmuþjálfun

Þjálfaranámskeið um þjálfun á meðgöngu og eftir fæðingu

Næsta námskeið verður haldið haustið 2022 - nánari tímasetning auglýst síðar

Takmörkuð skráning á hvert námskeið (6-8 þjálfarar). Þetta námskeið er fyrir þjálfara með reynslu af því að þjálfa konur eða menntun á sviði þjálfunar og eru að leitast eftir að bæta við sig þekkingu í þjálfun og meðgöngu og eftir barnsburð.

Lögð er áhersla á eftirfarandi þætti:

  • Breytingar sem eiga sér stað á meðgöngunni og eftir fæðingu og hvað þarf að hafa í huga. Farði verður yfir ýmsar æfingar með tilliti til þessara breytinga (fræðilegt og verklegt).
  • Ástandsmat á kviðvöðvum og hvernig er hægt að leiðbeina konum út frá því (verklegt).
Markmiðið með námskeiðinu er að bæta við þekkingu hjá þjálfurum sem starfa með konum (þá sérstaklega barnshafandi konum og konum sem hafa gengið með barn). 
Kennari námskeiðs er Sigrún María Hákonardóttir, meðgöngu- og mömmuþjálfari (Certified Prental and Postnatal Exercise Specialist frá Core Athletica) með reynslu af því að þjálfara ófrískar konur og konur sem hafa gengið með barn í formi hóptíma, einkatíma og fjarþjálfun frá byrjun árs 2018. Sigrún hefur sjálf gengið með þrjú börn. Hægt er að lesa nánar um Sigrúnu hér.
Eftir námskeiðið hlýtur þú viðurkenningu, tímabundinn aðgang að lokaðri síðu með efni tengt námskeiðinu og færð einnig útprentað efni. Þú munt einnig tilheyra meðgöngu- og mömmuþjálfara samfélagi hjá FitbySigrún þar sem þú getur haldið áfram að bæta við þig reynslu/þekkingu á þessu sviði. 
Verð námskeiðs: kr. 89.990
 
Ef einhverjar spurningar vakna má senda póst á sigrun@fitbysigrun.com

 

 

Útskrifaðir þjálfarar (í stafrofsröð):

  • Aldís Ásgeirsdóttir (2021)
  • Alexandra Sif Nikulásdóttir (2021)
  • Arna Vilhjálmsdóttir (2021)
  • Björk Óðinsdóttir (2022)
  • Bryndís (2021)
  • Erna Rut Kristjánsdóttir (2022)
  • Gerður Silja (2022)
  • Guðbjörg Ósk (2021)
  • Guðrún Helga (2021)
  • Guðrún Linda (2022)
  • Halla Björg Ragnarsdóttir (2022)
  • Katrín Jóhannsdóttir (2022)
  • Margrét Pálsdóttir (2021)
  • Rakel Hlynsdóttir (2021)
  • Sólveig Helga Hákonardóttir (2022)