NÝTT - Smelltu hér til að skrá þig í fjarþjálfun

Um mig

Ég heiti Sigrún og er þriggja barna móðir, viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi, einkaþjálfari, hóptímakennari, meðgöngu- og mömmuþjálfari, foam flex kennari, dáleiðari og jóga nidra kennari.

Ég hef alltaf elskað hreyfingu en grunaði ekki að ég gæti starfað við það. Ég hef alltaf verið frekar týnd og vissi ekki að það byggi í mér þessi trú og þrautseigja. Ég tók meðvitað völdin í mínu lífi og er hér búin að búa til þjónustu svo þú getir gert hið sama. Mitt sanna sjálf vinnustofur er lykillinn að mínum árangri. Hugleiðslupakkinn gaf mér hugarfar sem vann með mér. Jóga nidra dáleiðslupakkinn heldur mér gangandi og heldur mér kyrrlátri. Þessa nálgun á æfingar hef ég notast við í mörg ár og er alltaf að þróa þegar ég bæti við mig nýrri þekkingu. Matarræði hef ég tileinkað mér í áratug og vill ég hvetja þig áfram til þess að finna þitt. Skipulag heldur spilaborginni, sem einkennir líf mitt, gangandi. Ég hef brennandi áhuga og mikla trú á öllu því sem ég er að gera. Vertu hluti af þessu og finndu fyrir þessari lífshamingju sem býr innra með þér.

Mín saga

Hvar á ég að byrja?
Ég hef alist upp í tveimur löndum fram og tilbaka, í Bandaríkjunum og á Íslandi. Ég byrjaði að hreyfa mig af viti 2008, þá 18 ára og hef ekki hætt síðan þá. Ég eignaðist þrjú börn á rétt innan við fjórum árum, 2017-2021. Ég hef alltaf verið mjög týnd með "hvað ég vill gera þegar ég verð stór" þangað til árið 2016 sigldi í garð og ég lenti í bílslysi. Þá stóð ég á krossgötum í lífinu vegna örorku sem ég hlaut og gat ekki sinnt því starfi sem ég menntaði mig í og bjó ég þá til aðferð sem skilaði sér í því að ég hef ekki verið staðfastari með neitt í lífinu heldur en hver tilgangur minn er. Ég setti þessa aðferð saman í nokkrar vinnustofur sem ég kalla 'Mitt sanna sjálf'. Það fyrsta sem ég komast að er að ég vill vinna með fólki og mín lausn þá var að demba mér út í áhugamálið mitt sem er þjálfun. Ég var búin að bæta við mig allskonar réttindum tengt þjálfun þá og hafði kennt einhverja hóptíma með námi og vinnu en aldrei skuldbundið mig að gera þetta að fullu starfi. Eftir að ég varð ófrísk sá ég tækifæri að koma með öfluga meðgöngu- og mömmuþjálfun og bætti við mig réttindum til þess að þjálfa þennan hóp kvenna og byrjaði ég með meðgöngu- og mömmutíma 2018. Þjálfunin mín byrjaði og gekk vonum framar (útaf því sem ég tileinkaði mér í "Mitt sanna sjálf" aðferðinni). Ég hætti þjálfun þegar ég var ófrísk af öðru barni 2019 vegna meðgöngukvilla en kom þá með á markað metnaðarfulla meðgöngu- og mömmufjarþjálfun og byrjaði með fræðslunámskeið um þjálfun á og eftir meðgöngu.
Eftir seinni meðgöngu byrjaði ég aftur að þjálfa og þá skall Covid á stuttu seinna. Það var alltaf leyndur draumur að opna mína eigin líkamsræktarstöð og stökk ég á þann draum í frystu Covid bylgjunni en því hefði ég aldrei þorað nema vera búin að tileinka mér það sem er í 'Mitt sanna sjálf' aðferðinni. Ég náði að safna nóg þar sem það var alltaf fullt hjá mér í þjálfun og fjarþjálfun og gat tekið lán til þess að hrinda þessum draum í framkvæmd. Ég notaði hugleiðslupakkann sem mitt vítamín en hann gaf ég út 2019/2020 þegar ég var hvött til þess eftir að hafa deilt frá minni reynslu á hugarfarsbreytingu, en þetta er óhefðbundin hugleiðsluaðferð sem ég bjó til sjálf þegar ég var að bugast undan álagi við það að eiga tvö börn. Að auki hélt Ritleiðslu sjálfsvinnudagbók, sem ég gaf líka út, mér gangandi en aðferðin í bókinni hef ég stuðst við síðan 2015 en gaf út bókina 2021. Ég stofnaði líka podcast undir nafninu Pepp fundir podcast 2020 á svipuðum tíma og ég var að demba mér í að búa til líkamsræktarstöð í fokheldu húsnæði - þeir héldu mér gangandi í gegnum allar þær hindranir sem ég stóð frammi fyrir þar. Kvennastyrkur líkamsrækt varð til 2020 og gekk vonum framar en ég hafði enga reynslu í mannauðsmálum, enga reynslu í rekstri og var þetta því skóli lífsins að reka þessa stöð þangað til 2022 þegar ég seldi hana. Árið 2021 náði ég einnig að gefa út eina aðra bók, PEPPmolar, halda fullri skráningu í alla tíma og mæta öllum þeim hindrunum sem Covid lokanir buðu upp á og eignast eitt dásemdar barnið enn. Eina markaðssetningin sem ég hef stuðst við eru samfélagsmiðlar og word-by-mouth. Á þessum tíma var ég líka með nokkrar vörur í umboðssölu og stofnaði þjálfaranámskeið um þjálfun á meðgöngu- og eftir fæðingu og útskrifaði 16 þjálfara. Vorið 2022 stóð ég síðan frammi fyrir kulnun að stórum hluta vegna þeirra ákvarðana sem ég hafði tekið í rekstrinum og afleiðingum af því. Ég þurfti að setja mína heilsu í fyrsta annað og þriðja sætið í kjölfarið á því að hafa fengið taugaáfall og fór í VIRK starfsendurhæfingu. Sumarið og haustið 2022 fékk ég þá reynslu að selja fyrirtæki, vera í starfsendurhæfingu, vinda ofan af sjúkri streitu og ná mér eftir samskipti við narcissista. Á þessum tíma ákvað ég að reyna gera gott úr minni stöðu og nýta tækifærið fyrst ég var ekki í vinnu og bætti við mig dáleiðsluréttindum og jóga nidra kennararéttindum. Út frá þeirri þekkingu hef ég síðan þróað jóga nidra dáleiðslupakkann sem heldur mér gangandi, ásamt hreyfingu, matarræði og fleiru. 
Hægt og rólega er ég að skríða úr þessu kulnunarástandi og bæta við mig þjónustu og verður allt birt hér á þessari síðu. Þjónustan mín spannar hreyfingu, matarræði og andlegu hliðina en allt þetta verður að haldast í hendur og er hugarfarið grunnurinn. Hugarfarið getur þú unnið með í ráðgjöf, hugleiðslupakkanum, jóga nidra dáleiðslupakkanum, Pepp mola og Ritleiðslu. Hreyfingu getur þú unnið með mér í persónu í Reebok og í fjarþjálfun. Matarræði getur þú unnið með sjálf í fjarþjálfun eða aðhaldsmeiri matarfjarþjálfun.
En hingað er ég komin með þann eina tilgang að miðla til þín von, hvetja þig til að sjá tækifærin í þínum aðstæðum og finna þitt sanna sjálf með vinnustofum og ráðgjöf svo við getum öll notið góðs af því eins og þú getur notið góðs af þínu sanna sjálfi.
Mín sérstaða er viðhorf mitt og kemur það fram í öllu því sem ég býð upp á. Það væri ánægja að fá að vinna með þér hvort sem það verður með jóga nidra dáleiðslupakkanum, hugleiðslupakkanum, tengt hreyfingu, tengt matarræðinu, tengt skipulaginu eða tengt því að komast að þínu sanna sjálfi og taka meðvitaða stjórn á þínu lífi, fá kjarkinn til að stökkva í þína djúpu laug og stuðninginn til þess að halda þér á floti.
Allt sem er í boði á þessari síðu vinnur saman og mun stuðla að einstöku þér.