Um mig

Ég heiti Sigrún og er þriggja barna móðir, viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi, einkaþjálfari, hóptímakennari, meðgöngu- og mömmuþjálfari svo eitthvað sé nefnt.

Ég stofnaði Kvennastyrk líkamsræktarstöð 2020 þegar þjálfunin mín sprakk og það voru ekki fleiri tímar í boði í þeirri aðstöðu sem ég var í. 2021 eignast ég þriðju snúlluna sem gerði lífið meira þar sem ég átti þá þrjár undir 4 ára og tók ég þá ákvörðun að selja reksturinn minn.

Í haust mun ég klára endurhæfingu hjá VIRK ásamt því að bæta við mig byrjenda námskeið í dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands en ég hef sjálf verið í dáleiðslu/samtalsmeðferð eftir þörfum síðan 2011. Ég mun einnig bæta við mig jóga nidra kennaranámi á vegum Jógasetursins en jóga nidra en djúp hugleiðsla. Stefnan er að ná mér þannig ég get farið að vinna hægt og rólega aftur byrjun árs 2023.

Samhliða þjálfun og rekstur Kvennastyrks hef ég verið með hugarfarsþjálfun þar sem ég tek einstaklinga í einskonar markþjálfun (sem ég hef kallað hugarfarsþjálfun) og byggi ráðgjöfina á efni sem kemur fram í Pepp Fundir podcast og þitt sanna sjálf fyrirlestur. Ráðgjöfin lýsir sér best sem hugarfarsþjálfun/lífsstílsþjálfun í formi einstaklings viðtala en í þeim er heildstæð nálgun þar sem ég get nýtt þekkingu mína á þjálfun (tengt æfingaplönum, matarplönum...), þekkingu mína á náms- og starfsráðgjöf (boðið upp á aðstoð með að finna "hvaða náms/starfsvetvang geti hentað", hvað er viðeigandi miðað við núverandi aðstæður), reynslu og þekkingu á markmiðasetningu (til þess að gera raunhæft plan útfrá stefnu/markmið/draum), þekkingu og reynsly á rekstri (ef draumurinn þinn er að fara út í eigin rekstur td), eða það sem er þörf á hverju sinni.

Byrjun árs 2023 hef ég í huga að bjóða upp á rólega og endurnærandi kvöldtíma þar sem ég tvinna saman dáleiðslu (hópdáleiðslu) og jóga nidra (hóphugleiðsla) fyrir markvissan slökunar og sjálfsvinnutíma.

Hingað til hef ég búið til Hugleiðslupakkann sem er leiðandi og lausnamiðuð hugleiðsla, hef gefið út sjálfshjálpardagbókina Ritleiðsla sem er uppbyggileg dagbók og bókina PEPPmola sem er ætluð að hvetja þig áfram (ath bækurnar og fara aftur í sölu í lok ágúst). Einnig hef ég búið til meðgöngu- og mömmufjarþjálfunarkerfi undir nafninu MM-Fjarþjálfun og matarbanka sem gefur innsýn inn í mína nálgun í matarþjálfun.

Ég er alltaf voða spennt fyrir lífinu sama hverju er kastað að mér, ég díla við það, vinn mig úr því og kýs að líta á að allt í lífinu er ætlað að gerast útaf einhverri ástæðu (þótt svo ég sjái hana ekki endilega núna).

Ef þú tengir við mig þá vonast ég til að fá þig í ráðgjöf eða slakandi tíma á næsta ári þegar ég hef unnið úr öllu mínu, náð mér og lært inn á "nýju mig" eftir kulnun.

Ef þú vilt fylgjast með mér er ég á Instagram undir @fitbysigrun.